23.02.2007 til 26.05.2007

Jo Duchene - MARGLITT – ÚTLIT - Made in Iceland

Á sýningunni Marglitt – útlit: Made in Iceland gefur að líta ljósmyndir af húsum á Íslandi; þessi hús eru jafnt opinber sem í einkaeigu, íbúðarhús, iðnaðarhús, verslunarhús, sveitabæir og kirkjur. Húsin sem fangað hafa auga franska ljósmyndarans Jos Duchene eru af fjölbreytilegum toga, stór, lítil, gömul, ný, tignarleg eða í niðurníðslu. Hann velur myndefni sín út frá byggingar- og félagsfræðilegum formerkjum, hús sem geyma sögu og menningu; hús sem eru samofin íslenskri þjóðarvitund.

Marglitt útlit

Duchene leggur áherslu á að vera hlutlaus gagnvart myndefninu. Hann upplifir landslag íslenskrar húsagerðar með auga gestsins; sér húsin með „frönskum augum“ og út frá franskri menningu. Hann hrífst af líflegum skreytingum á húsum í öllum regnbogans litum, hvort heldur úr steinsteypu, timbri eða bárujárni. Hann hrífst af því „marglita útliti“ sem er á skjön við ríkjandi stefnu í húsagerð á Íslandi í dag.

Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er ferðalag inn í ýmsa menningarkima hér og þar á landinu og vekur ekki bara upp spurningar um sérkenni og eðli húsanna heldur varpar einnig ljósi á menningarsögulega hlið þeirra. Með þessu heildstæða safni er markmiðið að fá áhorfandann til þess að staldra við og velta fyrir sér íslenskri húsagerðarlist og uppruna hennar – „made in Iceland“.

Jo Duchene er fæddur 1947 í Portúgal, býr og starfar í París. Jo Duchene er listamannsnafn José D.F. de Carvalho. Menntaður ljósmyndari og stundaði einnig nám í félags- og stjórnmálafræði. Hefur verið virkur þáttakandi í ljósmyndaheimi Parísar til margra ára og tekið t.d. tekið þátt í Mois de la Photo og Prix Européen de la Photography. Duchene er mikið gefinn fyrir ferðalög og hefur ferðast reglulega um Evrópu, Ameríku og Asíu við heimildaöflun á sviði ljósmyndunar. Hann hefur sýnt ferðaljósmyndir sínar í Galerie BIP í Montrouge í yfir áratug.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.