Grófarsalur 28.01.2017 til 14.05.2017

Jóhanna Ólafsdóttir - Ljósmyndir

Ljosmyndasafn_Johanna_Olafsdottir.jpg

Á sýningunni  gefur að líta úrval verka eftir Jóhönnu Ólafsdóttur ljósmyndara en hún er ein af fáum íslenskum kvenljósmyndurum af sinni kynslóð sem starfað hefur allan sinn feril sem ljósmyndari. Hún tók þátt í samsýningum á árunum 1980 og 1987 og árin 2012 og 2014 voru verk hennar sýnd á  yfirlitssýningum um íslenska ljósmyndasögu þar sem þau  vöktu verðskuldaða athygli. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhönnu hér á landi og fylgir henni vegleg sýningarskrá.

Jóhanna er afar næmur mannlífsljósmyndari eins og myndasyrpur hennar af hversdagslegum viðburðum, svo sem mannlífsmyndir úr miðbæ Reykjavíkur og fólki að sækja póst í pósthólf, bera glöggt vitni. Fegurð mannlífsins sem birtist þar sem enginn býst við henni, heillar Jóhönnu fremur en það sem er upphafið. Hennar galdur felst í að gefa auganu þá fjarlægð og umgjörð sem þarf til þess að skynja fegurðina í augnablikunum.

Jóhanna stundaði nám í ljósmyndun hjá ljósmyndurunum Kristjáni Magnússyni og Leifi Þorsteinssyni. Árið 1971 réðst hún til starfa hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún starfaði í 14 ár sem aðalljósmyndari. Áttundi áratugurinn var mikill umbrotatími í íslenskri myndlist en Jóhanna tengdist mörgum myndlistarmönnum sterkum böndum og myndaði þá gjarnan verk þeirra. Ef ekki væri fyrir ljósmyndir Jóhönnu, væru heimildir um þennan merka tíma í listsköpun þjóðarinnar brotakenndar. Jóhanna lét af störfum hjá Þjóðleikhúsinu árið 1987 og hóf þá störf sem ljósmyndari Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, þar sem hún starfar enn.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.