Skotið 03.02.2023 til 23.04.2023

Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar

Á meðan myndin dofnar” er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Jón Helga Pálmason. Á sýningunni veltir Jón Helgi fyrir sér minningum og rannsakar þær flóknu tilfinningar sem liggja að baki þeim.

@Jón Helgi Pálmason
@Jón Helgi Pálmason

„Minningar eru flókin fyrirbæri. Það er svo margt sem spilar inn í þegar kemur að minningum. Sumt festist betur í minninu en annað og er alltaf ljóslifandi á meðan annað gleymist alfarið. Við höfum nánast enga stjórn á því heldur. Við höldum áfram að lifa, nýjar minningar verða til og aðrar gleymast á hverjum degi. Hvað verður um minningarnar sem við gleymum? Skiptu þær aldrei neinu máli?

Minningarnar móta okkur, allt fólkið og mismunandi umhverfi sem hefur þar áhrif. Jón Helgi veltir fyrir sér hvað það sé sem gerir fólk að því sem það sé í dag. Hvaða fólk og umhverfi hafa mótað minningar þess og hvernig það líti út í minninu. Hvað fólk sjái þegar það loki augunum.

Í sýningunni blandar Jón Helgi sínum eigin myndum saman við ljósmyndir úr fortíðinni til að gefa áhorfandanum innsýn í hvernig hann upplifir sínar persónulegu minningar á sjónrænan hátt. Með öðrum orðum – hvað hann sér þegar hann lokar augunum. Í hvert skipti birtist ný minning eða önnur svipmynd af henni. „Ég loka augunum, ég sé brosandi andlit ömmu minnar sitjandi í gamla góða hægindastólnum að prjóna enn eina ullarpeysuna. Ég sé snjókomu í næturmyrkrinu í gegnum bílglugga á 90 kílómetra hraða, við hlið mér er faðir minn, við sjáum ekki lengra en að næstu stiku….”

Ljósmyndir geta virkað eins og minningar!

Jón Helgi Pálmason er frá Hafnarfirði en býr núna í Haag í Hollandi þar sem hann stundar nám í ljósmyndun í Royal Academy of Arts. Þar áður útskrifaðist hann frá ljósmyndadeild Tækniskólans í Reykjavík og eftir það KBH Film og Fotoskole í Kaupmannahöfn. Jón Helgi hefur sýnt bæði erlendis og hér á landi.

@Jón Helgi Pálmason
@Jón Helgi Pálmason

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.