Skotið 08.10.2015 til 01.12.2015

Julie Fuster - Höfnin

Sýningin Höfnin, samanstendur af 5 ljóðum, 5 ljósmyndum og 5 smásögum. Hvert þema táknar eina árstíð, frá vetri til vetrar. Þau gefa innsýn í óreiðukennt minni höfundar yfir eins árs tímabil sem flakkar um íslenskt landslag og reynir að komast inn í fortíðina.

Ljósmyndasafn - Sýningar - Höfnin

Í verkum sínum leitast Julie við að tjá hve viðkvæmt tilfinningalíf okkar er og hversu mikil áhrif náttúruöflin, ljós og landslag hafa á hugsun okkar og hugarfar.
 

„Ég flutti til Reykjavíkur árið 2014 og bjó þar í heilt ár. Í byrjun var ég ringluð og hugsandi, ég eyddi frítíma mínum við ritstörf og ljósmyndun. Ég bjó og vann í námunda við höfnina og veitti það svæði mér mikinn innblástur. Þegar ég fór yfir verk mín í ársbyrjun 2015 tók ég eftir ákveðnu mynstri, bæði ljóð mín og ljósmyndir túlkuðu tilfinningar mínar sem sveifluðust í takt við árstíðarnar á umbrotatíma í lífi mínu.“

Julie Fuster (f.1988), er fædd og uppalin í Frakklandi. Hún útskrifaðist með gráðu í heimspeki og listforvörslu frá Ecole du Louvre árið 2013. Julie vinnur við listinnrömmun, í frítíma sínum glímir hún við ritlist og ljósmyndun. Hún hefur ástríður fyrir alþýðulist og list í almannarými, þá sérstaklega áhugaljósmyndun.

Nýverið var fyrsta ljóðabók Julie, Plus la neige tombe sur le ciment, gefin út í Frakklandi af forlaginu Editions Main Soleil. Höfnin er hennar fyrsta sýning.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.