14.05.2011 til 03.09.2011

Karl Christian Nielsen - REYKVÍKINGAR – MYNDBROT ÚR SAFNI VERKAMANNS

Á 30 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur er það okkur mikil ánægja að efna til yfirlitssýningar á úrvali ljósmynda úr safni ljósmyndarans og verkamannsins Karls Chr. Nielsens (1895-1951), en safn hans er varðveitt á Ljósmyndasafninu.

Reykvíkingar - Myndbrot úr safni verkaman

Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg. Eftir það vann hann aðallega láglauna verkamannastörf, lengst af sem bæjarstarfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, við gatnagerð, ýmis konar hreinsunarstörf, meindýraeyðingu o.fl.

Þrátt fyrir brauðstritið á götum bæjarins var myndavélin sjaldan langt undan enda má segja að Karl hafi gert ljósmyndaiðkun sína að lífstíll. Í efnahagslegu tilliti var Karl staddur í neðri lögum þjóðfélagsstigans, þ.e. fátækur fjölskyldumaður af alþýðustétt, öreigi í þröngu leiguhúsnæði allt sitt líf. Þrátt fyrir þessar samfélagslegu skorður, tókst honum, vopnaður myndavél, að skapa afar merkilegt heimildasafn ljósmynda sem býður upp á fágætt tækifæri til að skoða hið hversdagslega líf Reykvíkinga á fyrri helmingi 20. aldar í gegnum sjóngler fulltrúa þess sjálfs.

Karl var Reykjavíkurljósmyndari alþýðunnar og eitt af því sem sem einkennir myndir hans og sameinar þær flestar er grákaldur raunsæisblær augnabliksins – tifandi mannlíf hversdagsleikans: Glaðbeittir verkamenn iða af lífi á sólríkum vinnudegi á Ægisgötu, víðavangshlaupari kemur á harðastökki í átt að marki umvafinn áhorfendum í Austurstræti og barnungar stúlkur heilsa að hermannasið á Njálsgötunni.

Á sýningunni eru ríflega 60 nýjar stækkanir, gerðar eftir úrvali mynda sem Karl tók á um 35 ára ljósmyndaferli, þær elstu frá 1916 og þær yngstu teknar um 1950. Auk þess eru á sýningunni gamlar frumkópíur úr safni Karls.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.