Skotið 24.08.2019 til 05.11.2019

Kaupmaðurinn á horninu │Sigríður Marrow

Sýningin fjallar um hverfandi menningarheim kaupmannanna á horninu. Blómatími kaupmannsins á horninu er liðinn, eftir standa örfáir einyrkjar sem með þrautseigju viðhalda þeim magnaða anda sem hverfisverslanir búa yfir. Ljósmyndamiðillinn var notaður til þess að varpa ljósi á þann hlýja og mannlega andblæ sem einkenna þessar verslanir.

Kaupmaðurinn á horninu I Sigríður Marrow
Kaupmaðurinn á horninu eftir Sigríði Marrow

Á blómatíma kaupmannsins á horninu, um miðja síðustu öld, voru litlar verslanir á nánast hverju einasta götuhorni. Þar hittist fólk til að spjalla og fá fréttir og þjónustan var mun persónulegri en við þekkjum í stórmörkuðum nútímans. Í litlum bæjarfélögum eru verslanir oft eini samkomustaður bæjarbúa, vettvangur til að ræða allt frá pólitík til tilfinningamála. Margir kaupmenn bjóða upp á heimsendingu, geyma lykla fyrir fólk, sinna hlutverki sálfræðings, hjálpa krökkum sem eru læstir úti og eru þar með ákveðinn öryggisventill samfélagsins.

Sigríður byrjaði á verkefninu árið 2016, hún ferðaðist um landið og heimsótti 34 verslanir. Hún gaf sér góðan tíma til að kynnast, taka viðtöl og ljósmynda búðareigendur og viðskiptavini í því skyni að ná raunsannri mynd af umhverfinu og einstaklingunum. Frá árinu 2016 hafa að minnsta kosti fimm þessara kaupmanna hætt rekstri, enda erfitt fyrir einyrkja að keppa við verslunarkeðjur í verði og vöruúrvali.

Blómatími kaupmannsins á horninu er liðinn, eftir standa örfáir einyrkjar sem með þrautseigju viðhalda þeim magnaða anda sem hverfisverslanir búa yfir. Verkefnið fjallar um þennan hverfandi menningarheim. Ljósmyndamiðillinn er notaður til þess að varpa ljósi á þann hlýja og mannlega andblæ sem einkenna þessar verslanir og eigendur þeirra.

Sigríður Marrow er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði og M.A. gráðu í menningarmiðlun með áherslu á ljósmyndun. Hún er með kennsluréttindi og hefur undanfarið unnið í kvikmyndagerð, við kennslu og ljósmyndun.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.