12.05.2012 til 02.09.2012

KONA – Berglind Björnsdóttir

Berglind Björnsdóttir ljósmyndari hlaut styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar sumarið 2010 til að gera ljósmyndabók um íslenskar konur. Afrakstur þeirrar vinnu er nú kynntur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með sýningunni Kona. Í þessari myndaseríu leitast Berglind við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu. Hver er hún? Hvaðan kemur hún? Hverjir eru draumar hennar og langanir?

Kona

Konurnar á sýningunni, sem Berglind hefur valið, eru af ýmsum toga, allt frá bónda, leikkonu til fyrrum forseta og er aldursbilið breitt eða frá 18 að 88 ára aldri. Konurnar eru myndaðar heima hjá sér eða á stað sem tengist þeim á einhvern hátt. Myndatakan er því einskonar samtal á milli ljósmyndarans og konunnar þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið annað en staðsetningin.Þrátt fyrir að mismunandi bakgrunn kvennanna fann Berglind fljótt út að þær áttu einn sameiginlegan þráð – tenginguna við íslenska náttúru. Þó að hluti þeirra sé búsettur erlendis er Ísland eftir sem áður mikilvæg uppspretta sköpunar þeirra og hefur mótað sjálfmynd þeirra mjög sterkt.

 

Um Berglindi Björnsdóttur

 

Berglind Björnsdóttir er með B.A. gráðu í ljósmyndun frá Arizona State University- School of Art og M.A. gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Einnig nam Berglind við Kvikmyndaskóla Íslands veturinn 2004-2005. Berglind hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis.

 

Heimasíða Berglindar: http://www.berglindbjorns.com/

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.