LARS TUNBJÖRK - Heima / Ríki í uppnámi
Sýningin samanstendur af verkum úr myndaröðunum „Ríki í uppnámi” og „Heima“. Þessar myndaraðir tilheyra þríleik sem hófst með bókinni „Landet utom sig/ Ríki í uppnámi” (1993) en hún er þegar orðin klassísk. Í þessum verkum verkum hefur Lars Tunbjörk skoðað veruleika okkar daga eins og hann birtist í starfi og leik, á opinberum vettvangi og nú síðast á heimilinu.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Tunbjörk hefur rannsakað og ljósmyndað samfélagið eins og það hefur þróast síðustu tvo áratugi og eiga verk hans sér enga hliðstæðu í sænskri ljósmyndun. Á þessu tímabili var hinu sænska velferðarríki rótgróinna hefða og rígbundins skipulags umturnað svo úr varð auðvaldssinnað og alþjóðavætt neyslusamfélag þar sem blái og guli liturinn í þjóðfánanum eru ekki þekkjanlegir lengur.
Fáir sænskir ljósmyndarar hafa haft eins víðtæk áhrif á starfsbræður sína á jafn stuttum tíma og Lars Tunbjörk gerði með myndafrásögnum sinni í Stockholms-Tidningen, Metallarbetaren, Månadsjournalen og Upp&Ner. Í kjölfar útkomu bókarinnar Ríki í uppnámi hlotnaðist Tunbjörk svo einnig alþjóðleg viðurkenning. Í seinni tíð birtast reglulega myndir eftir hann í helstu tímaritum heimsins og má segja að New York Times Magazine sé hans helsti miðill.