09.04.2015 til 02.06.2015

Laura Andrés Esteban - Það sem ég sé

Það sem er fyrir framan okkur er ekki endilega það sem við sjáum. Við þekkjum aðeins heiminn í kringum okkur í gegnum eigin skynjun. Hin eiginlega sjón manneskjunnar samsvarar ekki alltaf raunveruleikanum og sem listamaður og ljósmyndari finnst mér það frábært.

Ljósmyndasafn - Það sem ég sé

Hugmyndin að verkinu Það sem ég sé fékk ég í Madrid árið 2011 og hefur það verið í stöðugri þróun síðan. Það er undir miklum áhrifum frá dægurmenningu. Ég ljósmyndaði það sem raunveruleikinn benti mér á, notaði grafíska þætti til að umbreyta því sem fyrir var – yfir í það sem ég sá.

Verkið varð svo fullmótað í Kansas City í Bandaríkjunum þar sem ég gerði vatnslitateikningar og pappírstákn beint á yfirborðið með krít, kol og merkipennum. Þær mismunandi túlkanir sem oft fylgja hversdagslegum aðstæðum vekja áhuga minn. Mig langar að miðla því sem ég sé þegar ég horfi á umhverfi mitt og ég vil að fólk sjái verk mín, brosi, hugsi um hvað það hefði séð í sömu aðstæðum og ákveði hvort það sé sammála mér eða ekki. Ég vil að þeir snúi aftur til sinna hversdagslegu athafna og sjái eitthvað nýtt þegar þeir líta á sömu hlutina – á sama staðinn, sama lífið. Því ég trúi því staðfastlega að list geti bætt heiminn með stórum staðhæfingum en einnig með smáu einföldu látbragði.

Laura Andrés Esteban er spænskur listamaður með sérstakan áhuga ljósmyndun og húmor.
Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá University of Castilla-La Mancha í Cuenca, Spáni, árið 2012.
Áhugasvið hennar eru m.a. að kanna tengsl ljósmyndunar og myndskreytinga, hvernig nota megi grænmeti sem viðfangsefni á mismunandi máta, og almennt að skapa auðskiljanlegar myndir sem fá fólk til að brosa.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.