13.09.2014 til 11.01.2015

Lauren Greenfield - STELPUMENNING

Stelpumenning varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu. Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpa ljósi á upplifanir og athafnir kvenna innan samfélags sem krefst ákveðins útlits, hegðunar og frammistöðu. Í sýningunni mætast hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.

Stelpumenning

Lauren Greenfield hefur unnið við heimildaljósmyndun og kvikmyndagerð frá 1991. Greenfield bregður birtu kynjahlutverk, líf ungmenna og neyslumenningu í myndum sínum. Meðal myndaraða Greenfield má nefna Fast Forward (1997), Girl Culture (2002) og THIN (2006) og heimildarmyndirnar Kids + Money (2008), Beauty CULTure (2011) og Queen of Versaille (2012). Heimilda- og fréttaljósmyndir Greenfield birtast reglulega í tímaritum á boð við The New York Times Magazine, National Geographic og Harper‘s Bazaar.

Heimildarmyndirnar Queen of Versaille og Kids & Money eftir Lauren Greenfield eru sýndar á meðan á sýningunni stendur.

Sýningin er skipulögð af Evergreen Pictures

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.