07.02.2004 til 09.05.2004

LEIFUR ÞORSTEINSSON - Fólk og borg

Leifur Þorsteinsson hóf feril sinn sem ljósmyndari upp úr 1960 og er frumkvöðull í auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun á Íslandi. Hann er einn virtasti ljósmyndari sinnar kynslóðar hérlendis og hefur tekið þátt í sýningum víða bæði innan lands og utan. Má þar nefna þátttöku hans í heimssýningunni EXPO 70 í Osaka auk þess sem hann var í forsvari fyrir Íslendinga á ljósmyndasýningunni Frozen Image á Scandinavia Today í Bandaríkjunum 1982. Einnig hefur Leifur hlotið menningarverðlaun DV í listhönnun fyrir sýninguna Kyrralíf í Stöðlakoti.

Fólk og borg

Leifur er einn af stofnendum Ljósmyndasafnsins sem síðar varð Ljósmyndasafn Reykjavíkur og hefur unnið ötullega að ljósmyndafræðslu, fyrst á vegum Ljósmyndarafélagsins, síðar í Iðnskólanum og Listaháskólanum. Þekking Leifs á efnafræðilegri hlið ljósmyndunar eins og lit og litvinnslu er mikils metin og hefur hann verið lærifaðir margra íslenskra ljósmyndara á því sviði sem og í tölvu- og myndvinnslu.

 

Myndirnar á sýningunni eru svart/hvítar og teknar á um 40 ára tímabili, frá 1963 allt til dagsins í dag. Þær bregða upp ýmsum stemmningum úr Reykjavík þar sem viðfangsefnið er fólkið og borgin, tveir órjúfanlegir þættir sem endurspeglast hvor í öðrum.

 

Leifur Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1933. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn á árunum 1955 –1962, þar sem hann hóf nám í eðlis- og efnafræði en snéri sér síðan að ljósmyndun. Eftir Kaupmannahafnardvöl sína, árið 1962, stofnaði hann ljósmyndastofu sína Myndiðn í Reykjavík.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.