Grófarsalur 03.06.2023 til 10.09.2023

Litapalletta tímans│Litmyndir úr safneign 1950-1970

Á sumarsýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2023 verða sýndar litmyndir úr safnkosti frá tímabilinu 1950-1970 þegar litljósmyndun fór að festa rætur á Íslandi.

Ljósmynd tekin af mannlífi við Fríkirkjuveg 10. apríl 1956
Mannlíf við Fríkirkjuveg 10. apríl 1956. - © Adolf Karlsson

Þótt fyrstu litljósmyndirnar sem teknar voru á Íslandi, svo vitað sé, hafi verið teknar 1901, fór mjög lítið fyrir litljósmyndun vel fram yfir 1950.

Hinn svarthvíti heimur sem sjá má á myndum fram að þeim tíma er sjónhverfing. Lífið var vissulega í lit, klæðnaðurinn litríkur, bílarnir grænbláir, vínrauðir, jafnvel gulir og húsþökin ýmist rauð eða græn – himininn mismunandi blár! Litapaletta tímans er síbreytileg; mótuð af tísku, tækni, minningum og tíðaranda, jafnvel af miðlinum sjálfum.

Á sýningunni Litapalletta tímans verða nýjar stækkanir gerðar eftir upprunalegum litfilmum og litskyggnum. Allt myndir úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur teknar af fjölbreyttum hópi íslenskra sem erlendra ljósmyndara. Á meðal þeirra eru til að mynda: Hermann Schlenker, Ingibjörg Ólafsdóttir, Helga Fietz, Sigurður Demetz Franzson, Hannes Pálsson, Adolf Karlsson og Böðvar Pétursson.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 3. júní kl. 15. Öll velkomin!

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.