03.09.2011 til 08.01.2012

Marc Riboud - Ljósmyndir í 50 ár

Marc Riboud hóf störf sem blaðaljósmyndari á sjötta áratug síðustu aldar og varð einn af ljósmyndurum Magnum umboðsskrifstofunnar árið 1953. Þar hlaut hann hvatningu ásamt Robert Capa og Henri Cartier-Bresson sem urðu lærifeður hans og varð í framhaldinu leikinn og næmur ljósmyndari. Hinn franski Riboud er einna þekktastur fyrir ítarlegar myndfrásagnir sínar frá Austurlöndum en hann var einn af fyrstu vestrænu ljósmyndurunum til að komast inn í Kína eftir Menningarbyltingu Maós árið 1966.

Marc Riboud

Riboud er feiminn ljósmyndari sem leitaði skjóls bak við myndavélina til þess að sjá án þess að sjást. Eins og hann segir, „ Ég sveiflaðist á milli óttans við að vera of nærri fólki og annars afls sem eggjaði mig til að skoða nánar“ en þetta tvennt skapar spennu í myndum hans. Verk hans eru sterk og myndræn og má greina í þeim samkennd með mannkyninu. Að mati Ribouds á ljósmyndun ekki að reyna að sannfæra fólk. Hún getur ekki breytt heiminum, en hún getur sýnt heiminum, einkum þegar hann er að ganga í gegnum breytingar.

Á þessari yfirlitssýningu má sjá ljósmyndir sem spanna yfir 50 ára tímabil. Þegar eldri myndirnar og þær nýjustu eru bornar saman, hefur ekki margt breyst. Þó svo að landslagið, arkitektúrinn og fatnaðurinn sé orðinn nýtískulegri eru svipbrigðin, hliðsetningarnar og samkenndin sem liggur að baki myndum Ribouds eins. Sama hvar myndavélinni er beint, hvort það er í Kína, Íran, Frakklandi eða Indlandi, nær hann að fanga sál þeirra sem undan honum gengu , ekki endilega eins og þeir hefðu viljað láta minnast sín, heldur eins og þeir birtust honum.

Ljósmyndir Ribouds hafa verið birtar í virtum tímaritum á borð við Life, Géo, National Geographic, Paris Match og Stern.

Sýningin er skipulögð af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Alliance Francaise með aðstoð Franska Sendiráðsins á Íslands.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.