11.12.2014 til 03.02.2015

María Kristín Steinsson - ÍBÚÐ 5

Sýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum hversdagslegum verkum inn á heimili sínu gerir ljósmyndarinn tilraun til að sýna hvernig ummerki tilveru okkar birtast meðan tíminn líður hjá. Útkoman verður ljósmynd sem inniheldur tíma og hreyfingu sem þjappað hefur verið í kyrrmynd.

Ljósmyndasafn - Íbúð 5

Meðan á myndatökunni stendur er ljósmyndin stöðugt að eyðast og endurnýjast. Hvert augnablik líður hjá og eftir verður blær augnablika sem skarast og taka stöðugum breytingum; líkt og hið margbreytilega, skammvinna eðli tilvistar okkar.
Myndirnar verða mjög persónulegar og nálgast jafnvel gægjur, þar sem áhorfandinn skyggnist inn á heimili ljósmyndarans og getur staldrað við hvert smáatriði í rýminu meðan líkami hans er að mestu eða öllu leyti gegnsær.

María K Steinsson útskrifaðist með MA gráðu í myndlist (ljósmyndun) frá Kingston University árið 2012 og BA gráðu í myndlist (málun) frá City & Guilds of London Art School árið 2008.

www.mariaksteinsson.com

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.