Skotið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 01.06.2017 til 15.08.2017

Marianne Bjørnmyr Skuggar/Bergmál

Serían Skuggar/Bergmál varð til á tveggja ára tímabili þegar ljósmyndarinn Marianne Bjørnmyr ferðaðist um Ísland til að rannsaka, ljósmynda og safna heimildum um trú landsmanna á álfa og huldufólk. Trú á þessa vætti er að hennar mati ennþá ljóslifandi í huga Íslendinga, jafnvel nokkuð almenn.

Hún stillir álfatrú upp á móti tækni og vísindahyggju svo að úr verður áhugaverð tilraun til að sanna tilvist þessara duttlungafullu vætta á fremur „naívan“ hátt. Marianne safnaði saman ljósmyndum úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, vitnisburðum um álfatrú úr Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands ásamt því að taka upp skyggnilýsingarfundi. Síðan myndaði hún á stöðum sem þekktir eru fyrir búsetu álfa og huldufólks. Þetta samansafn heimilda og ljósmynda virðist handahófskennt við fyrstu sýn en þegar nánar er að gáð myndar heimildagrunnurinn samstæða heild sem fellur áreynslulaust saman. Má segja að verk og rannsóknir Marianne séu einskonar þráður á milli hins sýnilega heims og mögulegra handan heima sem okkur flestum eru huldir.

Marianne vinnur með ljósmyndun út frá skynjun og skilningi fólks á raunveruleikanum. Rannsóknir hennar og áhugi beinist að fyrirbærum tengdum goðsögulegum. Með tilraunakenndum aðferðum beinir hún sjónum að hlutverki ljósmyndarans við miðlun hluta og aðstæðna sem ganga gegn skilningi fólks á því hvað sé raunverulegt og hvað ekki.

Marianne Bjørnmyr er norskur listamaður sem býr og starfar í Bodø í Noregi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í ljósmyndun frá London College of Communication árið 2012. Árið 2015 hlaust Marianne sá heiður að taka þátt í vinnustofu á vegum FATHOM Four Corners film í London, sama ár var hún valin ein af tíu frambærilegustu samtímaljósmyndurum sem búsettir voru í London á þeim tíma. Einnig hefur hún gefið út bókverkin ‘Shadow/Echoes’ 2013, ‘An Authentic Relation’ 2016 og ‘Beneath the Salt’ 2017.

http://mariannebjornmyr.com

Marianne Bjørnmyr  Skuggar/Bergmál Shadows/Echoes
©Marianne Bjørnmyr

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.