Skotið 19.08.2017 til 10.10.2017

MELANKÓLÍA: Laufey Elíasdóttir

Melankólía er yfirskrift sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur með verkum Laufeyjar Elíasdóttur.

„Einu sinni var stelpa sem varð sorgmædd og gerði alla aðra svo sorgmædda í kringum sig að sorgin ríkti. Svo hún fór að hugsa hvað hún gæti gert en hún gat ekkert gert. Stelpan vissi ekki hvernig henni datt í hug að leita til listarinnar. Það hlaut að hafa komið í draumi. En alltíeinu var hún komið með ljósmyndavél í hendurnar og farin að taka myndir af allskonar fólki sem gerði útá að hafa andlit. Og þá sást sorgin í andliti þeirra, kannski bara augnkrók eða vipru, einni hrukku, augnlokinu, eða handarbaki. Já og þannig hafði listin tekið að sér sorgina og þá þurfti enginn að vera sorgmæddur lengur, ekki stelpan, ekki allt fólkið, og þá var hægt að skoða sorgina, hvaðan hún var ættuð, á hvaða leið hún var og framar öllu, ástina í henni, eða hvað sorgin hafði elskað.

Maður fer og leitar í listinni. Því listin er þessi brunnur sem geymir allt, dæmir ekki, gagnrýnir ekki, elskar allt, flassar.“

-Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur og ljóðskáld.

Ljomyndasafn_Laufey_Eliasdottir.jpg
Tommi Ljósmynd: Laufey Elíasdóttir

Laufey Elíasdóttir er fædd árið 1979, hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í janúar 2017. Laufey ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Flensborg. Í skólanum stofnaði hún ásamt félögum sínum hljómsveitina PPPönk, sú hljómsveit varð vinsæl í ákveðnum kreðsum og hitaði hljómsveitin m.a. upp fyrir Skunk Anansie. Eftir menntaskóla fór Laufey til Los Angeles, þar sem hún nam kvikmyndaleik við Carter Thor Studios. Síðan lá leiðin til Noregs 2010, þar bauðst Laufeyju hlutverk í Urmakerens Hjarte, en sú sýning var tilnefnd til Heddu verðlaunanna norsku. Á þeim 2 árum í Noregi, lék Laufey í uppsetningu hjá Hordaland Teater og var farin að færa sig yfir í sjónvarpið m.a. í sjónvarpsþáttinn Helt Perfekt, sem eru mjög vinsælir í Noregi. Laufey hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum m.a. Brúðgumanum, Blóðböndum og Desember.

Útskriftarverkefni Laufeyjar „Heima er best“ fjallaði um heimilisofbeldi og var það unnið upp úr viðtölum sem leikhópurinn hennar, RaTaTam, tók við þolendur og gerendur ofbeldis. Sýningin SUSS! var frumsýnd í Tjarnarbíói í október 2016 og svo í Kaupmannahöfn í maí 2017. Ljósmyndasýningin var sett upp samhliða leiksýningunni í Kulturhúsinu í Valby. Teater V.

Ljómyndaverkið Melankolía er mynduð á Porta 400 asa litfilmu og á hina margrómuðu ljósmyndavél Hasselblad.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.