MYNDIR ÁRSINS 2019
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 836 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Myndunum er skipt í sjö flokka sem eru fréttamyndir, daglegt líf myndir, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Í hverjum flokki valdi dómnefndin bestu myndina / bestu myndaröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var svo valin sem mynd ársins.
Dómnefndarstörf fóru fram 14. – 15. mars síðastliðinn en í ár skipuðu dómnefndina þau Arnaldur Halldórsson, Bragi Þór Jósefsson, Brynjar Gunnarsson, Kristinn Ingvarsson, Rut Sigurðardóttir, Sigríður Kristín Birnudóttir og Catalina Martin-Chico, sem jafnframt var formaður dómnefndar.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1980 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kristinn Magnússon (formaður), Eyþór Árnason, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Styrmir Erwinsson.
Hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur og á Blurb.com.
Sýningin er opin almenningi frá 11.-30. maí 2020.
LJÓSMYNDARAR:
Aldís Pálsdóttir - Birtíngur
Anton Brink Hansen - Fréttablaðið
Eyþór Árnason - Fréttablaðið
Eggert Jóhannesson - Morgunblaðið
Egill Aðalsteinsson - Stöð 2
Ernir Eyjólfsson - Fréttablaðið
Eva Björk Ægisdóttir - Sjálfstætt starfandi
Hallur Karlsson - Birtíngur
Hákon Davíð Björnsson - Birtíngur
Haraldur Jónasson/Hari - Sjálfstætt starfandi
Heiða Helgadóttir - Stundin / Sjálfstætt starfandi
Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sjálfstætt starfandi
Hörður Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
Kjartan Þorbjörnsson / Golli - Iceland Review
Kristinn Magnússon - Morgunblaðið
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir - Birtíngur
Rakel Ósk Sigurðardóttir - Sjálfstætt starfandi
Sigtryggur Ari Jóhannsson Fréttablaðið
Stefán Karlsson - Fréttablaðið
Styrmir Kári Erwinsson - Sjálfstætt starfandi
Unnur Magna - Birtíngur
Vilhelm Gunnarsson - Vísir