Skotið 07.02.2020 til 03.05.2020

Náttúran ræður för │ Zuzanna Szarek

Ljósmyndasýning með verkum Zuzanna Szarek. Sýningin stendur yfir 07.02. - 03.05. 2020.

Ljosmyndasafn_zusanna_szarek.jpg

Zuzanna Szarek

Náttúran ræður för
07.02 - 03.05 2020

Við hreyfum okkur hægt þegar við ferðumst í tómarúmi. Í mikilfenglegu landslagi verða hlutföllin slík að jafnvel þótt við hreyfum okkur hratt virðumst við nývöknuð eftir erfiðar draumfarir. Tímaskeið eru skráð í hraunlög, óendanlegan vatnsflaum og mannanna verk sem liggja undir skemmdum og sjá má víðsvegar um landið. Náttúran allt í kringum okkur er síbreytileg og ófyrirsjáanleg en það er ekki á færi nokkurs manns að stjórna henni.

Öðru hvoru sést hús eða bíll sem lítur út eins og yfirgefið leikfang. Skilti vara við grjóthruni úr bröttum hlíðum. Einhvers staðar í óbyggðum sést svo steypt hella við hliðina á stálbrú sem hefur eyðilagst í flóði fyrir nokkrum árum. Þessu landi er ekki stýrt af manneskjum. Regnið fellur á ofsafenginn hátt á þakið og niðursuðudós feykist til og frá í rokinu. Það er dimmt úti. Hér verðum við næturlangt.

Árið 2016 hóf Zuzanna Szarek að vinna að ljósmyndaröðinni „Náttúran ræður för.“ Hún ók hinn sívinsæla hringveg, þjóðveg númer eitt, en í stað þess að ljósmynda skemmtileg viðfangsefni ákvað listamaðurinn að einblína á ákveðnar breytingar í umhverfinu og áhrif fólks á draumkennt landslagið. Hér er sýnt fram á að enn má finna staði sem ekki hafa verið mengaðir af grimmilegum iðnaðarframkvæmdum. Náttúran ræður för.

Zuzanna Szarek ljósmyndari

Katarzyna Sagatowska sýningarstjóri

Zuzanna Szarek er pólskur myndlistarmaður, ljósmyndari og kvikmyndahandritshöfundur.

Hún hlaut doktorsgráðu og útskrifaðist með láði frá Sjónlistadeild Myndlistarháskólans í Varsjá. Hún hefur einnig kennsluréttindi.

Með listinni leitast hún við að tjá sig með fáránleika, þversögnum og fálæti. Þrátt fyrir að ljósmyndirnar beri mörg einkenni heimildamynda undirstrika þær gjarnan ákveðnar tilfinningar. Zuzanna hefur staðið fyrir nokkrum einkasýningum. Ein þeirra er „There Won´t Be Any Other End of the World (Það verður ekki annar heimsendir).“ Ljósmyndir eftir hana eru bæði í einkaeigu sem og í eigu stærri safna. Eitt þeirra er Þjóðminjasafnið í Gdansk. Nánari upplýsingar um Zuzanna má finna á vef hennar www.zuzannaszarek.com.

Katarzyna Sagatowska er pólskur safnstjóri, ljósmyndari, fyrirlesari og listrænn viðburðastjóri. Hún hefur einnig haft forgöngu um  að safna ljósmyndum í Póllandi. Hún lagði stund á nám í skapandi ljósmyndun við Silesian-háskólann í Opava í Tékklandi (þar sem hún stundar nú doktorsnám) og í Tækniháskólanum í Varsjá. Á árunum 2010-2017 var hún í forsvari fyrir verkefnið „Ljósmyndun safnarans“ (FOTOGRAFIA KOLEKCJONERSKA) og vann sem safnstjóri og samhæfingarstjóri á sýningum og uppboðum á ljósmyndum virtra pólskra listamanna. Hún var meðhöfundur verkefnaraðarinnar „Við erum öll ljósmyndarar“ (WSZYSCY JESTESMY FOTOGRAFAMI). Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá menningarmálaráðuneytinu,  þjóðararfleifðarnefndinni og borgaryfirvöldum í Varsjá.

Hún hefur dæmt í keppnum á borð við Young Creative Chevrolet, Fréttaljósmynd BZ WBK, Fréttaljósmynd Grand Press Photo, ShowOFF í Photomonth í Kraká og Útgefnar ljósmyndir ársins (Fotograficzna Publikacja Roku). Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Póllandi og víðar. Verk hennar hafa verið birt í tímaritum, dagblöðum og bókum. Ljósmyndir eftir hana eru bæði í einkasöfnum í Póllandi og fleiri löndum. Hún er stofnandi og eigandi JEDNOSTKA sem er sýningarsalur og útgáfufyrirtæki.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.