Skotið 23.11.2018 til 04.02.2019

Ng Hui Hsien - "Byrði hismisins"

Sýning Ng Hui Hsien er tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun á Íslandi.

Ljósmyndasafn - Ng Hui Hsien

Kyrrð, ofsafengnir snjóstormar og tindrandi norðurljós urðu Ng Hui Hsien innblástur við sköpun myndraðarinnar Byrði hismisins. Verkið er ekki raunsönn birtingarmynd á landslagi og náttúru, fremur tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun. Eða með hennar eigin orðum: „Ég fer yfir þær hugsanir og tilfinningar sem koma upp á yfirborðið þegar ég kyrri hugann. Það ferli er ferðalag uppgötvunar.“

Ng Hui Hsien dvaldi á Húsavík árið 2015. Hún fór reglulega ein í gönguferðir í leit að hugarró, vopnuð myndavél og varð fyrir sterkum áhrifum af íslenskri náttúru og kyrrðinni sem hún upplifði.

Ng Hui Hsien vinnur sem listamaður og rithöfundur. Í list sinni kannar hún ýmis þemu s.s. meðvitund, raunveruleika og tengsl milli lifandi vera. Hún er menntuð í félagsfræði en hefur snúið sér að ljósmyndun í auknu mæli í seinni tíð. Verk hennar hafa verið sýnd í Singapúr, Malasíu, Grikklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Japan.

Á sýningunni ber einnig að líta handsaumaða bók eftir ljósmyndarann sem gefin er út af Reminders Photography Stronghold galleríinu í Tókýó. Nánari upplýsingar www.huihsien.com  

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.