Ng Hui Hsien - "Byrði hismisins"
Sýning Ng Hui Hsien er tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun á Íslandi.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Kyrrð, ofsafengnir snjóstormar og tindrandi norðurljós urðu Ng Hui Hsien innblástur við sköpun myndraðarinnar Byrði hismisins. Verkið er ekki raunsönn birtingarmynd á landslagi og náttúru, fremur tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun. Eða með hennar eigin orðum: „Ég fer yfir þær hugsanir og tilfinningar sem koma upp á yfirborðið þegar ég kyrri hugann. Það ferli er ferðalag uppgötvunar.“
Ng Hui Hsien dvaldi á Húsavík árið 2015. Hún fór reglulega ein í gönguferðir í leit að hugarró, vopnuð myndavél og varð fyrir sterkum áhrifum af íslenskri náttúru og kyrrðinni sem hún upplifði.
Ng Hui Hsien vinnur sem listamaður og rithöfundur. Í list sinni kannar hún ýmis þemu s.s. meðvitund, raunveruleika og tengsl milli lifandi vera. Hún er menntuð í félagsfræði en hefur snúið sér að ljósmyndun í auknu mæli í seinni tíð. Verk hennar hafa verið sýnd í Singapúr, Malasíu, Grikklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Japan.
Á sýningunni ber einnig að líta handsaumaða bók eftir ljósmyndarann sem gefin er út af Reminders Photography Stronghold galleríinu í Tókýó. Nánari upplýsingar www.huihsien.com