Skotið 19.11.2020 til 01.02.2021

Nocturne│Hrafna Jóna Ágústsdóttir

Verkið Nocturne fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu íslensku borgarlandslagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans.

Ljósmyndasafn - Hrafna Ágústsdóttir

„Ég er náttfari og hef alltaf verið, ég er á heimavelli í rökkrinu, sköpunarkraftur minn nærist á myrkrinu og ég lifna við.

Nóttin er förunautur dagsins, hún breytir heiminum og gerir hann minni, kannski einfaldari. Allt er hljótt, fáir eru á ferli nema kettir og einstaka náttuglur. Myrkrið er mjúkt, myrkrið er spennandi, það er kalt, hlýtt eða óttablandið. Myrkrið breytir götunum í upplýsta árfarvegi sem renna fram hjá trjám sem varpa dulúðlegum skuggum inn í garðana. Myrkrið dregur fram og ýkir upp það sem við sjáum ekki með eigin augum, öll skúmaskotin, alla skuggana. Svo er einn og einn gluggi upplýstur, ég vil komast að leyndarmálunum sem þar búa að baki. Hver er vakandi? Af hverju? Hvað á sér stað á bak við gluggatjöldin?“ - Hrafna Jóna Ágústsdóttir

Hrafna Jóna Ágústsdóttir lauk diplómanámi í skapandi ljósmyndun í  Ljósmyndaskólanum árið 2020 og hefur unnið að list sinni síðan. Hún leitast við að tjá dekkri hliðar eigin hugsana og skynjunar í gegnum ljósmyndun og aðra listmiðla. 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.