Grófarsalur 19.01.2019 til 12.05.2019

...núna | Páll Stefánsson

…núna er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara.

©Páll Stefánsson
©Páll Stefánsson

„Eftir þrjátíu og sjö ár sem ferðalangur og ljósmyndari er það þögnin sem er hvað minnisstæðust. Þessi ærandi þögn í endalausri víðáttu Vatnajökuls, líka þrúgandi þögnin í Cox´s Baazar í Bangladesh þar sem hálf milljón flóttamanna höfðu misst málið.

Ég er ekki að líta til baka, þessi sýning er um núið, þau augnablik sem ég er að fanga hér og nú. Flóttamenn á faraldsfæti, straumhörð á sem líður áfram. Kona í hvarfi bak við við þúfu eða hól. Hól sem breytist í fjall. Fjallmyndarlegan mann sem á ekkert. Ekki einu sinni framtíð.

Ef staðir fanga mig, þá gríp ég augnablikin,.....núna.

... núna, er það augnablikið þegar þú stígur út úr lyftunni og hingað inn, eða bara þetta litla augnablik þegar þú festir augun á þetta orð, núna?

... núna, getur auðvitað verið um manneskju eða landslag sem ég frysti með myndavél og færi hingað inn … 

Og landið, landslagið sem við eigum öll og birtuna sem gerir ekki mannamun …

… en ég vil líka sýna mannamun, fólk á flótta.

Við breytum ekki birtunni en við getum öll fært fjöll, af mannúð og manngæsku, og það strax, já …núna.“  

Páll Stefánsson er fæddur norður undir baug, í Öxarfjarðarhreppi árið 1958. Nam ljósmyndun í konungsríkinu Svíþjóð ´79 til ´82 á síðustu öld og er nú Sony Global Imaging Ambassador. Páll hefur gefið 37 bækur, með myndum af fjöllunum handað við hornið, líka af koptískri stelpu í Alexandríu og löngum skuggum á gulnuðum sandi í Önundarfirði fyrir vestan.

Sýningin stendur til 12. maí 2019.

Nánari upplýsingar um ljósmyndarann Pál Stefánsson má finna hér: https://www.sony.co.uk/alphauniverse/ambassadors/pall-stefansson

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.