Óljós nærvera │ Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Ljósmyndasýning með verkum Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur. Sýningin stendur yfir 04.06-16.08 2020.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Óljós nærvera
04.06-16.08 2020
Íslendingar eru oft sagðir hafa sérstök tengsl við hið yfirnáttúrulega, trúi á tröll og drauga, sjái jafnvel álfa og huldufólk. Auðvelt er að skilja trú forfeðra okkar sem bjuggu margir við einangrun í brakandi timburkofum, umvafðir myrkri í stórbrotnu landslagi. Ekki er óeðlilegt að fólk hafi heyrt dularfull hljóð í ljósaskiptum og orðið vart við óljósar verur í fjarska. Trú á yfirnáttúrulegar verur fylgir mörgum landsmönnum enn þann dag í dag, þrátt fyrir talsvert breytt umhverfi og lífsstíl. Margir Íslendingar útiloka ekki tilvist drauga, sumir eru sannfærðir um að þeir séu til og eiga í samskiptum við þá. Verkið Óljós nærvera byggir á reynslusögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við drauga eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Leitast er við að fanga andrúmsloft þessara sagna og tengja þær við okkar sagnaminni, án þess að gera það bókstaflega.
Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir lauk námi við Ljósmyndaskólann árið 2018 og útskrifaðist með meistaragráðu í ljósmyndun og grafískri hönnun frá Elisava háskólanum í Barcelona 2019. Gunnlöð starfar fyrst og fremst sem portrett ljósmyndari en tekur að sér ýmis verkefni samhliða því að vinna að persónulegum verkum sem þessu.
Heimasíða : www.gunnlodjona.com
Instagram : @gunnlod