Skotið 13.08.2015 til 06.10.2015

Óskar Kristinn Vignisson - Hið ósagða

Ljósmyndin er miðill sem gerir listamönnum kleift að nálgast og rannsaka viðfangsefni sín á náinn hátt og þannig vinnur Óskar Kristinn með hana. Fyrir honum er ljósmyndin tímabundin rannsókn á viðfangsefni sem tekur svo enda og eftir stendur hún sem niðurstaðan.

Ljósmyndasafn - Sýningar - Hið Ósagða

Oftar en ekki hefur valið á viðfangsefninu persónulegt og tilfinningalegt gildi fyrir hann – sem er hans nánasta umhverfi. Á sýningunni Hið ósagða rannsakar Óskar Kristinn samband sitt við afa sinn á hans griðastað.  Viðfangsefnið er hið ósagða – andrúmsloftið sem ekki hefur skiljanleg orð. Bakgrunnur og nánd sem áhorfendur geta skynjað í gegnum glugga. Nándin er aldrei á yfirborðinu, hún er fíllinn í herberginu. Hið ósagða getur oft tekið mesta plássið.

Andrúmsloft sem samt er hversdagslegt í umhverfi sem áhorfendur þekkja úr eigin lífi. Umhverfið, bæði náttúra og fólk, sem hefur svo bein áhrif á okkur. Óskar Kristinn leitast við að ná því andrúmslofti sem hann persónulega tengir við staðinn og fólkið. Því sem veitir þessum tiltekna stað dulda en um leið sýnilega virkni.

Óskar Kristinn Vignisson (f. 1989) lauk BA gráðu af myndlistarbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2014.
Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. Boom Bang II í Contemporary Art Northampton, Englandi árið 2015, Orðið/ Become í Nýlistasafninu árið 2012 á sýningunni Samtímalandslagið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2013.  Óskar Kristinn hefur einnig fengist við kvikmyndagerð í auknum mæli frá útskrift og stefnir hugur hans í framhaldsnám í greininni. 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.