PORTRETT Handhafar Hasselblad-verðlaunanna
Á sýningunni gefur að líta úrval verka eftir handhafa Hasselblad-verðlaunanna með sérstakri áherslu á portrett. Alls sjö ljósmyndarar eiga verk á sýningunni og spanna þau tímabilið 1940 til 2014.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Sýningin skartar lykilverkum goðsagna allt frá Irving Penn og portrettum hans af Salvador Dalí og Marcel Duchamp til Richards Avedon og verks hans The Family sem hann gerði fyrir tímaritið Rolling Stone af áhrifafólki í bandarísku þjóðlífi árið 1976. Á sýningunni er einnig að finna hina goðsagnakenndu tískumynd Avedons, Dovima with Elephants, Evening Dress by Dior, Cirque d’Hiver, Paris, August 1955.
Framsetning Malicks Sidebé á ungmenningu á sjöunda áratugnum, í hinu nýstofnaða lýðveldi Malí, er stillt upp við hlið persónulegra og einlægra ljósmynda Christers Strömholm af kvenkynskiptingum á sjöunda áratugnum í París. Opinská sjálfsportrett Nan Goldin mæta samtímaportretti Wolfgangs Tillmans af vinum. Ishiuchi Miyako sýnir myndir af móður sinni og fórnarlömbum í Hiroshima með því að beina myndavélinni að fötum þeirra og öðrum persónulegum eigum. Verkin á sýningunni – ljósmyndir þessara sjö listamanna, þessa sjö áratugi – eru hluti af safneign Hasselblad stofnunarinnar. Þau endurspegla sögu portrettljósmyndunar sem og fjölbreytileika Hasselblad-verðlaunanna.
Hasselblad-verðlaunin eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun og eru álitin þau virtustu í heiminum.
Þau voru fyrst veitt árið 1980 og hefur afhending þeirra farið fram árlega síðan. Verðlaunin eru veitt ljósmyndara sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi verk. Verðlaunin samanstanda af einni milljón sænskra króna, gullmedalíu og viðurkenningarskjali.
Hasselblad-stofnunin var stofnuð árið 1979 að ósk og í samræmi við erfðaskrá Ernu og Victors Hasselblad. Hjónin stofnuðu fyrirtækið Victor Hasselblad AB og varð Hasselblad-myndavélin heimsfræg þegar hún var notuð til skrásetningar á fyrstu tungllendingunni árið 1969. Meginmarkmið stofnunarinnar er að efla rannsóknir og akademíska kennslu á sviði náttúruvísinda og ljósmyndunar. Það er gert með styrkveitingum í náttúruvísindum og ljósmyndun, ekki síst með Hasselblad-verðlaununum og rannsóknum á sviði ljósmyndunar og sýningum í Hasselblad Center í Gautaborg, Svíþjóð.
Sigurvegarar Hasselblad-verðlaunanna á þessari sýningu:
Irving Penn
Richard Avedon
Christer Strömholm
Malick Sidibé
Nan Goldin
Ishiuchi Miyako
Wolfgang Tillmans
Sýningin er unnin af Hasselblad stofnuninni og sýningarstjóri er Dragana Vujanovic Östlind.
Umsjón fyrir hönd Borgarsögusafns: Jóhanna Guðrún Árnadóttir.