24.05.2014 til 07.09.2014

Ragnar Axelsson - SPEGILL LÍFSINS

Ljósmyndir Ragnars Axelssonar vekja hvarvetna athygli. Þær eru í senn hrífandi og forvitnilegar, auk þess að búa yfir djúpu innsæi í þá heima sem í þeim birtast. Á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur gefur að líta úrval úr þekktustu myndröðum Ragnars frá síðustu þremur áratugum; ekki síst af heimi og lífsbaráttu veiðimanna í Grænlandi, og bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum. Einnig gefur að líta ljósmyndir frá Síberíu og úrval einstakra fréttaljósmynda Ragnars víða að, meðal annars Eystrasaltslöndunum við upphaf nýrra tíma, af skipssköðum og náttúruhamförum, auk áhrifamikilla ljósmynda sem sýna þær breytingar sem eru að verða af manna völdum á náttúru norðursins.

Spegill lífsins

Á undanförnum árum hafa bækur með ljósmyndum Ragnars vakið verðskuldaða athygli og lof víða um lönd. Sýningar með verkum hans hafa verið settar upp víða, fjallað um þau í helstu fjölmiðlum, og

honum hefur hlotnast allrahanda heiður fyrir einstaka skráningu sína á mannlífi og náttúru landanna þar sem hann hefur myndað.

Um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars Axelssonar í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars Crymogeu.

Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.