28.05.2005 til 28.08.2005

RÓTLEYSI - 8 suður-afrískir ljósmyndarar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er mikil ánægja að kynna sýninguna Rótleysi – 8 suður-afrískir ljósmyndarar sem markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis í Suður-Afríku. Útgangspunktur sýningarinnar er að kanna hinar miklu breytingar sem Suður-Afríka hefur gengið í gegnum frá kosningunum 1994. Sýningin gefur innsýn inn í einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimildaljósmyndunar eru í sérflokki.

Rótleysi

Samruni félagslegrar heimildaljósmyndunar og listar er eitt af kennimerkjum suður-afrískrar ljósmyndunar. Á fimmta áratugnum varð ljósmyndun mikilvægur þáttur í þróun félagslegrar meðvitundar. Ólíkt erlendum starfssystkinum sínum þurftu suður-afrískir ljósmyndarar að gæta varúðar í gagnrýni sinni á hinn pólitíska raunveruleika. Út frá þessum aðstæðum óx hægt og bítandi ný þjóðleg listgrein sem náði að fela sinn gagnrýna áróður í formi mjúkra og ljóðrænna mynda.

Nokkur viðfangsefni eru áberandi í myndunum á sýningunni: Efnahagslíf, innflytjendur, landslag, trúmál og ríkisborgararéttindi. Síðastnefnda atriðið hefur mikil áhrif á sýninguna sem hugleiðing um afleiðingar aðskilnaðarstefnunnar. Hvað þýðir það að vera ríkisborgari og hvaða réttindi felur það í sér? Þessar spurningar eru enn í dag mikilvægar í Suður-Afríku. Aðskilnaðarstefnan byggði á menningarlegri aðgreiningu og einangrun. Reglur um tungumál, list og stéttir voru notaðar sem áhrifarík opinber tæki til að stjórna kynþáttamismunun og undirskipan svartra og litaðra íbúa í stigskiptu kerfi milli kynþátta.

Suður-Afríka er samnefnari þeirra aðstæðna þar sem hvítt og svart, hið þekkta og óþekkta, mætist. Það að læra að búa í nágrenni hver við annan hefur reynst vera örðugasta viðfangsefnið eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok og á þessari reynslu byggja þýðingarmestu sögurnar sem settar eru fram á sýningunni.

Rótleysi var upprunalega sett upp í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn í sýningarstjórn Mads Damsbo og Davids Brodie.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.