21.09.2013 til 12.01.2014

SAMTÍMALANDSLAGIÐ

Sýningin Samtímalandslagið er sýning á verkum 12 íslenskra ljósmyndara sem beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Náttúru sem hefur birst með ýmsu móti í íslenskum ljósmyndum í gegnum tíðina. Framan af voru henni að mestu gerð skil í formi svokallaðrar „póstkortaljósmyndunar“. Þar var hún í aðalhlutverki – villt og stórbrotin– en á seinni árum hafa rutt sér til rúms ríkjandi straumar og stefnur í greininni þar sem áhrif annarra þátta eins og mannsins sjálfs hafa verið í forgrunni.

Samtímalandslagið

„Á miðöldum ferðaðist fólk vegna trúar sinnar en í dag ferðast það vegna þess að túrismi er orðinn að trúarbrögðum þess“. Þetta sagði Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg á Englandi árið 1988 og orð hans eru í fullu gildi aldarfjórðungi síðar. Kannski má segja að þrátt fyrir nánari sambúð manns og náttúru áður fyrr hafi þetta tvennt verið sem aðskildir hlutir að því leyti að maðurinn var meira eins og gestur í landslaginu. Ferðalög voru fátíð meðal almennings og slíkur munaður aðeins á færi útvaldra – efnaðs fólks. Staðan hefur nú breyst og ferðamennska hefur margfaldast og þörfin fyrir að sýna þetta sameiginlega sjónarspil okkar í upphöfnu ljósi er ekki eins brýn og áður. Fleiri fara um náttúru Íslands og því eðlilegt að önnur atriði fái vægi í þessari tegund ljósmyndunar.

 

Meirihluti verkanna á sýningunni Samtímalandslagið bera ofangreindri þróun glöggt vitni.

Veðráttan, skynjun tíma og rúms og maðurinn í náttúrunni eru útgangspunktar í bland við hefðbundin efnistök og er sýnin því fersk og fjölbreytt. Það sem ljósmyndararnir á sýningunni skoða er allt milli himins og jarðar– í orðsins fyllstu merkingu: Rýmið milli einhvers og einskis í landslaginu; minningar og upplifanir; ferðamenn í náttúru Íslands; kvenleiki í landslagi; náttúran í borginni; landslagið myndað út bílglugga, hringinn í kringum landið.

 

Þessi ofantöldu atriði og fleiri öðlast vægi í Samtímalandslaginu og þar eð þau fléttast saman eru náttúran og maðurinn ekki eins andstæðir pólar og áður í landslagsljósmyndun. Maðurinn er ekki lengur gestur í landslaginu heldur er honum boðið inn fyrir dyrnar. Hann er hluti af náttúrunni og verk hans þar af leiðandi framlenging af henni, eins og breski listamaðurinn Andy Goldsworthy komst að orði:

 

„Við gleymum því oft að VIÐ ERUM NÁTTÚRAN. Náttúran er ekki eitthvað sem er aðskilið frá okkur. Þannig að þegar við segjum að við höfum misst samband okkar við náttúruna, höfum við misst samband við okkur sjálf.“

 

Texti: Jóhanna G. Árnadóttir

 

Ljósmyndarar:

 

ARON REYNISSON

BJÖRN ÁRNASON

DÍANA JÚLÍUSDÓTTIR

HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR

HEKLA FLÓKADÓTTIR

HLYNUR PÁLMASON

ÓÐINN ÞÓR KJARTANSSON

ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR

ÓSKAR KRISTINN VIGNISSON

SIGURÐUR GUNNARSSON

SUNNA BEN

SVAVAR JÓNATANSSON

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.