Sigurgeir Sigurjónsson Metamorphosis/Umbreyting
Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara sem hann hefur tekið á undanförnum árum. Sigurgeir fæddist í Reykjavík 1948. Hann lærði ljósmyndun á Íslandi á árunum 1965-1969 og var síðan við framhaldsnám í ljósmyndaskóla Christer Strömholm í Stokkhólmi 1970-1971 og í San Diego, Kaliforníu, árin 1980-1981.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Sýningin Metamorphosis/Umbreyting byggir á nýrri bók Sigurgeirs sem hann er nú með í vinnslu. Í fyrri verkum Sigurgeirs hefur hann einkum beint auganu að náttúru Íslands og íbúum þess. En nú kveður við annan tón og sýna myndirnar breytingar á umhverfi, hvort sem er í borginni eða sveitum landsins. Þegar upp er staðið er þetta allt landslag eins og Sigurgeir segir sjálfur.
Sigurgeir býr og starfar í Reykjavík. Sigurgeir starfaði sem auglýsnga ljósmyndari og rak ljósmyndastofu í í mörg ár samhliða bókagerð. Verk hans hafa birst í fjölda bóka. Sú fyrsta Svipmyndir, kom út 1982, bókin Hestar 1985 og 1992 kom út fyrsta bókin hans með landslagsmyndum Íslandslag (Landscapes). Í kjölfar hennar komu nokkrar vinsælustu ljósmyndabækur um Ísland og Íslendinga sem gefnar hafa verið út: Ísland-landið hlýja í norðri, árið 1994. Amazing Iceland 1998, Lost in Iceland 2002, Icelanders með Unni Jökulsdóttir 2004, Found in Iceland 2006, Made in Iceland 2007, The Little big book about Iceland 2009, Lost in Argentina með Sæmundi Norðfjörð 2010, Poppkorn 2010 með Einari Kárasyni, Volcano Iceland 2010 og Earthward 2011, Iceland Small World 2012, Iceland 2015 og Planet Iceland 2016.
Sigurgeir er að sönnu einn fremsti og afkastamesti ljósmyndari landsins og verk hans hafa ratað víða.