SKOTIÐ 06.10.2016 til 29.11.2016

Sirkus Íslands: Johanna-Maria Fritz

„Áhugi minn á viðfangsefninu kviknaði út frá hugsun um hversu óljóst og hverfult samband mannsins við raunveruleikann er. Ég vildi fanga augnablik sem eiga sér stað utan sviðs og sýna spennuna, léttinn og eftirvæntinguna sem sirkuslistamennirnir upplifa en áhorfendur fá aldrei að sjá. Hvað gerist þegar tjaldið fellur?“

Photo by Johanna Maria-Fritz

Fyrir um áratug síðan stofnaði Ástralinn Lee Nelson sirkusskóla á Íslandi. Í dag starfrækir hann og fyrrum nemendur hans fyrsta og eina íslenska sirkusinn, Sirkus Ísland. Hópurinn er samheldinn og innan hans hefur skapast ákveðin menning. Johanna-Maria Fritz, sem fylgdi sirkusnum og störfum hans eftir fyrir samnefnt ljósmyndaverkefni sitt, segir eftirfarandi um reynslu sína með sirkusnum: 

„Mér þótti andrúmsloft og sú orka sem umkringir hópinn heillandi og ákvað að ganga til liðs við hann. Ég varð hluti af honum en sá hann einnig utan frá. Ég fylgdi sirkusnum eftir yfir tveggja ára tímabil og myndaði á um það bil tveggja mánaða fresti. Sumarið 2015 fékk ég svo færi á að ferðast með hópnum um Ísland en sumir staðirnir sem við heimsóttum höfðu aldrei tekið á móti sirkuslistamönnum áður.“ 

„Áhugi minn á viðfangsefninu kviknaði út frá hugsun um hversu óljóst og hverfult samband mannsins við raunveruleikann er. Ég vildi fanga augnablik sem eiga sér stað utan sviðs og sýna spennuna, léttinn og eftirvæntinguna sem sirkuslistamennirnir upplifa en áhorfendur fá aldrei að sjá. Hvað gerist þegar tjaldið fellur? Það er engin eiginleg sirkushefð á Íslandi og vildi ég því leitast við að rannsaka og sýna samfélag sirkuslistafólks, ásamt því að kanna viðbrögð samfélagsins við þessum hóp. Hulinn heimur sirkusins opinberast. Ljósmyndirnar eru bæði uppstilltar og teknar í augnablikinu, þegar listamennirnir eru á sviði eða við daglegar athafnir.“  

Johanna myndar á litfilmu og notar medium analog format 

Johanna-Maria Fritz (1994) lærði ljósmyndun við Ostkreuz Schule für Fotografie í Berlin. Hún er aðstoðarmaður Daniels Josefsohns, tók ljósmynd fyrir plötuumslag þýsku indí hljósmveitarinnar Fuck Art Let´s Dance. Verk hennar hafa einnig birts á prentuðu efni s.s  í Fluter, Vice og Die-Zeit, einnig í safninu c/o Berlin. Árið 2015 fékk hún Image Now verðlaunin fyrir seríuna Sirkus Íslands. Johanna-Maria býr og starfar í Berlín.

Nánari upplýsingar um ljósmyndarann má lesa hér.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.