18.09.2010 til 09.01.2011

Sjónarhorn – Ljósmyndir eftir Wayne Gudmundson

Vestur-Íslendingurinn Wayne Gudmundson hefur um árabil getið sér gott orð fyrir víðáttumiklar landslagsmyndir sínar. Wayne hóf að taka landslagsljósmyndir í byrjun níunda áratugarins eftir að hafa lagt stund á ljósmyndun í rúm tíu ár. Í bernsku kynntist hann sögunum og hefðunum frá Íslandi í gegnum föðurforeldra sína sem voru í hópi Vesturfaranna. Eftir því sem árin liðu og verk hans þróuðust fann Wayne hjá sér löngun til að kanna land forfeðra sinna en hann kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1997. Hann tók hér m.a. myndir af Öskju, Herðubreið, Jökulsárlóni og Grímsey en landslag í Norður Dakóta og á Íslandi á það sameiginlegt að vera gríðarlega víðáttumikið. Þetta sama ár setti hann upp sýninguna Heimahagar ásamt hinum góðkunna íslenska ljósmyndara Guðmundi Ingólfssyni og var hún afrakstur ferða þeirra á heimaslóðir hvors annars, Wayne tók myndir á Íslandi og Guðmundur í Norður-Dakóta.

Sjónarhorn - Ljósmyndir eftir Wayne Guðmundson

Sjóndeildarhringurinn er ávallt sýnilegur í myndum Waynes. Hann forðast hið stórbrotna og hið upphafna en einbeitir sér þess í stað að veruleika hvers staðar eins og hann er. Fyrst á heimaslóðum sínum í Norður-Dakóta og svo á Íslandi, þar sem hann taldi sig finna eitthvað sem hann hafði ekki uppgötvað áður. Það má því til sanns vegar færa að hann hafi farið og leitað uppruna síns í gegnum ljósmyndunina. Myndirnar kalla fram fortíð og framtíð í sömu andrá og í áranna rás hefur á myndum Waynes mátt sjá glögglega þau ummerki sem maðurinn skilur eftir sig í landinu. Má með sanni segja að honum hafi tekist að fókusera á tilfinningu sína fyrir landinu og leiða sýn sína á það inn um ljósopið, komandi kynslóðum til fróðleiks um fortíðina.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.