Skotið 28.08.2020 til 15.11.2020

Skógar / Jöklar eftir Takashi Nakagawa

Ljósmyndasýningin Skógar / Jöklar eftir hinn margverðlaunaða japanska ljósmyndara Takashi Nakagawa í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir frá 28. ágúst - 15. nóvember 2020.

ljosmyndasafn_rvk_takashi_nakagawa_2_f.vef_.jpg

„Ég fann frosið laufblað einn vetrardag, það glóði í sólskininu á frosnu jökullóni á sunnanverðu Íslandi. Þegar ég leit í kring um mig varð mér hugsað til þess hversu fáir skógar eru á landinu. Ég fékk löngun til að ljósmynda og læra meira um jöklana og skógana þegar ég komst að því að landið var eitt sinn skógi vaxið. Við landnám, fyrir meira en þúsund árum, var 40% landsvæðis þakið skógi en vegna ágangs mannsins urðu skógar aðeins um 1% landsvæðis innan skamms. Fyrir um öld síðan hófst markviss uppgræðsla lands og ræktun skóga sem ná nú yfir um 2% landsvæðis. Á meðan skóglendi eykst hopa jöklar á ógnarhraða og myrkustu spár vísindamanna benda til þess að með sama framhaldi verði engir jöklar eftir á Íslandi eftir 200 ár. Í verkefninu nota ég myndblöndun til að draga fram hið viðkvæma samband skóga og jökla en þessi ólíku landsvæði setja sterkt mark á umhverfið. Það er von mín að myndaröðin vekji athygli á áhrifunum sem hlýnun jarðar hefur á Íslandi sem og heiminn allan.“

– Takashi Nakagawa

ljosmyndasafn_rvk_takashi_nakagawa_1_f.vef_.jpg

Takashi Nakagawa er búsettur í Kyoto, Japan. Hann hefur ferðast til um fimmtíu landa með myndavél í farteskinu. Verk hans hafa birst í alþjóðlegum miðlum og hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna svo sem Ferðaljósmyndari ársins hjá tímaritinu National Geographic. Takashi Nakagawa finnur listsköpun sinni helst farveg í ljósmyndun og með innsetningum.

Sjálfa / Self portrait Takashi Nakagawa

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.