Skotið 11.04.2019 til 10.06.2019

Sonja Margrét Ólafsdóttir - Rætur

Sjálfsmynd okkar er byggð á þeim rótum sem við skjótum í upphafi lífsferils okkar. Rætur veita plöntum festu í jarðveginum, sjá þeim fyrir næringu og tryggja að jurtin fjúki ekki burt. Við eldumst og þroskumst í takt við tímann og árstíðir sem koma og fara. Landslag og staðir hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og eru þannig partur af sjálfinu.

Ljósmyndasafn - Sonja Margrét Ólafsdóttir
Ljósmyndasafn - Sonja Margrét Ólafsdóttir

„Mínar rætur liggja í Hrunamannahreppi og fjallar verkið Rætur um æskuslóðir mínar, umhverfið þar, landslagið og fjölskyldu mína. Ég er af fjórðu kynslóð kvenna sem ólust upp í hreppnum og eiga það sameiginlegt að hafa stigið sín fyrstu skref í sama landslaginu.“ -Sonja Margrét Ólafsdóttir

 „Ljósmyndir Sonju Margrétar Ólafsdóttur eru blátt áfram og jafnvel örlítið hversdagslegar en hafa þó yfir sér einhverja óvænta dulúð: Hvar eru þessir staðir, hvaða fólk er þetta og hvað tengir myndirnar saman? Kveikjan að myndum Sonju er persónulegt ferðalag á æskuslóðirnar þar sem hún á enn fjölskyldu þótt hún hafi flutt burt. Myndirnar eru þannig tilraun til að rifja upp liðna tíma og um leið til að kynnast staðnum upp á nýtt.“ -Jón Proppé

Sonja Margrét Ólafsdóttir er fædd árið 1988. Hún er uppalin á Flúðum í Hrunamannahrepp en býr í Reykjavík í dag. Hún útskrifaðist í janúar 2019 frá Ljósmyndaskólanum en áður stundaði hún nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist  með B.A. gráðu í listfræði árið 2014.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.