18.05.2013 til 15.09.2013

SPESSI - Nafnlaus Hestur

Sýningin Nafnlaus hestur, samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem ljósmyndarinn Spessi tók á ferðalagi sínu um Bandaríkin á tímabilinu 2011 til 2012. Markmiðið með portrettmyndunum er að skrá og veita innsýn inn í þann sérstaka menningarkima sem mótorhjólaheimurinn er. Því er um að ræða eins konar þjóðfræðilega úttekt á þessum sérstaka „ættbálki“ þar sem lagt var upp með að kynnast betur uppruna mótorhjólamenningarinnar. Spessi ferðaðist ýmist á mótorhjóli eða á pallbíl. Hann hélt sig þó aðallega við miðríkin Kansas, þar sem hann bjó í eitt ár, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana – fátækustu fylki í Bandaríkjanna. Mótorhjólamenningin sem slík rekur uppruna sinn til þess atburðar þegar fjöldi mótorhjólamanna kom saman í smábænum Hollister í Kaliforníu á þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1947. Margir þeirra voru fyrrverandi hermenn sem höfðu ekki náð að fóta sig í samfélaginu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Þeir hræddu líftóruna úr bæjarbúum og lögreglan kallaði til liðsauka frá öðrum umdæmum. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur – mótorhjólafólkið – komst í kastljósið og meðal annars var kvikmyndin The Wild One með Marlon Brando, byggð á atburðunum í Hollister.

Nafnlaus hestur

Þótt skipulagðir hópar komist oftast í fréttir eru þeir aðeins einn angi af miklu stærri menningarheimi venjulegs bandarísks almúgafólks – oft utangarðs – sem tengir mótorhjólin við löngun sína eftir sjálfstæði og frelsi. Sýningin Nafnlaus hestur sýnir þetta fólk og umhverfi þess, lífið og samfélagið.

Eins og Spessi segir sjálfur: „Sýningin er öðrum þræði eins konar dagbók um ferðalög mín í félagsskap þeirra, um vinina sem ég eignaðist og allt sem þeir hafa sýnt mér og kennt með því að gefa mér tækifæri til að gægjast inn í þennan afmarkaða og á stundum lokaða heim.“

Um þessar mundir vinnur Spessi einnig að samnefndri heimildarmynd um mótorhjólamenninguna ásamt Bergsteini Björgúlfssyni kvikmyndagerðarmanni þar sem við fáum að kíkja á bak við tjöldin og komast í tæri við stemninguna í kringum myndatökurnar.

Spessi er einn þekktasti ljósmyndarinn á Íslandi. Sérstaða hans er fólgin í ferskum og frumlegum tökum á viðfangsefnunum sem spanna frá auglýsinga- og portrett- ljósmyndun til listrænna verkefna. Sem dæmi hafa myndir hans prýtt leiðara í prentmiðlum stórblaðanna New York Times og Politiken. Sýningar hans hafa jafnan vakið mikla eftirtekt sem og þær ljósmyndabækur sem hann hefur sent frá sér.

Spessi hefur einnig verið ötull á sviði ljósmyndafræðslu, sem fyrirlesari við LHÍ og víðar og gestakennari í Ljósmyndaskólanum, svo fátt eitt sé nefnt.

Hann lærði ljósmyndun við AKI – Academie voor Beeldende Kunst í Hollandi og hefur haldið sýningar víða hérlendis sem erlendis frá árinu 1996.

Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2013

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.