Salur 14.09.2019 til 12.01.2020

Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri

Á sýningunni er að finna ljósmynda- og vídeóverk fimm norrænna samtímaljósmyndara/listamanna, þeirra Báru Kristinsdóttur (Íslandi), Nanna Debois Buhl (Danmörku), Sandra Mujinga (Noregi), Johannes Samuelsson (Svíþjóð) og Miia Autio (Finnlandi).

Ljósmyndasafn - ©Nanna Debois Buhl

Félagslegur og/eða pólítískur undirtónn einkennir verkin en í þeim eru kannaðar leiðir við að myndgera „stefnumót“ viðfangsefna og með því beind athygli að málum sem eru ofarlega á baugi í samfélagslegri umræðu í dag– hvort sem um er að ræða innflytjendamál, breytingar í landslagi og borgum eða staðbundnar afleiðingar alþjóðavæðingar.

Sýningin er útkoma samvinnu sýningarstjóra og stofnana frá Norðurlöndunum fimm, þeirra Jóhönnu Guðrúnar Árnadóttur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur,  Kristine Kern, Fotografisk Center í Kaupmannahöfn, Danmörku, Tiina Rauhala, Finnska Ljósmyndasafnið í Helsinki, Finnlandi. Susanne Saether, Henie Onstad Art Center, Osló, Noregi og Sara Walker, Louise Wolthers og Dragana Vujanović Östlind, Hasselbladstofnuninni í Gautaborg, Svíþjóð.

Sýningin var sett upp fyrr á árinu í Hasselblad Center í Gautaborg (23. febrúar – 5. maí) og  Fotografisk Center í Kaupmannahöfn (8. júní – 18. ágúst).

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.