Salur 14.09.2019 til 12.01.2020

Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri

Á sýningunni er að finna ljósmynda- og vídeóverk fimm norrænna samtímaljósmyndara/listamanna, þeirra Báru Kristinsdóttur (Íslandi), Nanna Debois Buhl (Danmörku), Sandra Mujinga (Noregi), Johannes Samuelsson (Svíþjóð) og Miia Autio (Finnlandi).

Ljósmyndasafn - ©Nanna Debois Buhl

Félagslegur og/eða pólítískur undirtónn einkennir verkin en í þeim eru kannaðar leiðir við að myndgera „stefnumót“ viðfangsefna og með því beind athygli að málum sem eru ofarlega á baugi í samfélagslegri umræðu í dag– hvort sem um er að ræða innflytjendamál, breytingar í landslagi og borgum eða staðbundnar afleiðingar alþjóðavæðingar.

Sýningin er útkoma samvinnu sýningarstjóra og stofnana frá Norðurlöndunum fimm, þeirra Jóhönnu Guðrúnar Árnadóttur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur,  Kristine Kern, Fotografisk Center í Kaupmannahöfn, Danmörku, Tiina Rauhala, Finnska Ljósmyndasafnið í Helsinki, Finnlandi. Susanne Saether, Henie Onstad Art Center, Osló, Noregi og Sara Walker, Louise Wolthers og Dragana Vujanović Östlind, Hasselbladstofnuninni í Gautaborg, Svíþjóð.

Sýningin var sett upp fyrr á árinu í Hasselblad Center í Gautaborg (23. febrúar – 5. maí) og  Fotografisk Center í Kaupmannahöfn (8. júní – 18. ágúst).

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

lau-sun 13:00-17:00

Lokað:

Á páskum frá fimmtudegi - mánudags. Hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.

24.-26. des og 31. des og 1. jan ár hvert

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.000 kr.

Börn 17 ára og yngri

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

700 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.