Grófarsalur 16.01.2016 til 15.05.2016

STEMNING

Ljósmyndasýning Friðgeirs Helgasonar

STEMNING - Friðgeir Helgason

„Engu virðist skipta hvort ljósmyndarinn er staddur í New Orleans eða á Fáskrúðsfirði, ólíkir heimar verða að einum heimi, séð í gegnum linsuna hans.“  - Auður Jónsdóttir rithöfundur

Friðgeir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1966. Þegar hann var aðeins sex ára gamall braust út eldgos sem leiddi til þess að fjölskylda hans og aðrir íbúar eyjarinnar þurftu að yfirgefa hana. Hús fjölskyldunnar fór undir hraun og þau sneru ekki aftur. Friðgeir ólst því upp í Reykjavík en hélt ungur út í hinn stóra heim. Hann hætti í menntaskóla þegar forsætisráðherra Ísland, Steingrímur Hermannsson, afhenti honum flugmiða sem hann vann í rokk spurningakeppni.

Friðgeir ílengdist í Louisiana í Bandaríkjunum og þar sem hann vann sér inn gott orðspor sem kokkur í New Orleans. Um tíma var Friðgeir heimilislaus og barðist við fíkn, vandi m.a. komur sínar á hina alræmdu götu, Skid Row, í Los Angeles. Árið 2004 náði Friðgeir botninum, skráði sig í meðferðarúrræði hjá Midnight Mission og útskrifaðist þaðan árið 2006. Í kjölfarið nam hann ljósmyndun og kvikmyndun við Los Angeles City College á árunum 2006-2009. Hann fann fljótt sína sterku rödd og einstöku sýn sem hefur skapað honum sérstöðu.

„Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar á þvælingi um þau tvö svæði sem eru mér kærust, Ísland og Louisiana. Ég vann að verkinu frá 2008 til 2013. Myndirnar eru allar teknar á Kodak-filmu og ég stækka filmurnar á gamla mátann. Fyrir mér er ekkert skemmtilegra en að keyra stefnulaust um þjóðvegi, með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa í vegasjoppu, spjalla við innfædda og fá mér eitthvað gott í gogginn. Vera fullkomlega gegnsósa í góðri stemningu og taka ljósmyndir.“ –Friðgeir Helgason

Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands sem fram fer dagana 14.-17. janúar 2016

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.