Grófarsalur 20.01.2024 til 21.04.2024

Stuart Richardson │Undiralda

Á sýningunni Undiralda kynnast gestir hinni persónulegu sýn ljósmyndarans Stuart Richardson á íslensku landslagi þar sem náttúran er uppspretta bæði sorgar og vonar.

Kynningarmynd f. sýninguna Undiralda eftir Stuart Richardson

Sýningin byggir á meistaraverkefni Stuarts við Listaháskólann í Hartford í Bandaríkjunum og samanstendur af af stórum prentverkum á japönskum bókrollupappír, innrömmuðum ljósmyndum, seríu af stuttum myndböndum og handgerðri bók, prentuð á japanskan pappír og bundin á hefðbundinn máta. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sýnt í heild sinni.

Sýningin er tilraun ljósmyndarans til til að miðla þeim flóknu tilfinningum sem hann upplifir í náttúru Íslands. Stuart flutti til Íslands árið 2007 með þá von í brjósti að að landið væri athvarf frá þeirri umhverfiseyðileggingu sem á sér stað víða í heiminum. Sem fullgildur þjóðfélagsþegn á Íslandi deilir hann áhyggjum sínum með gestum sýningarinnar á þeim öru breytingum sem orðið hafa á íslenskri náttúru síðan hann heimsótti landið fyrst árið 2005.

„Ég þrái það heitt að varðveita náttúruna og óbyggðir en á sama tíma átta ég mig á því að ég er samsekur í hnignun þeirra. Þótt ég reyni að feta varlega þá skilur nærvera mín ávallt eftir spor. Ég kemst ekki hjá því að vera úti í náttúrunni, því það er hún sem gerir mér kleift að takast á við grimmdina í heiminum. Óbyggðirnar hughreysta mig vitandi að það eru ennþá til staðir handan hins mannlega — utan við stjórnmál, hnignun umhverfisins, mannlegrar eymdar og gleði. Á þessum stöðum, þar sem ekki er hægt að greina nein merki mannlegrar tilveru í náttúrunni, birtast hún okkur svo tær og hrein og ég upplifi og skynja hluti af margvíslegum toga svo sem létti; smæð minni gagnvart alheiminum; og vitneskju þess efnis að vera partur af einhverju stærra en ég sjálfur; stærra en allt mannkyn.

Sýningin kannar hugmyndina um fegurðina í íslenskri náttúru með það að leiðarljósi að halda áfram þeirri listrænu hefð sem sýnir hið ægifagra í landslaginu, hvort sem það er í gegnum breska landslagsmálara eins og Richard Wilson eða nýlegri íslenska listamenn eins og Jóhannes Kjarval og Georg Guðna Hauksson eða í japönsku hefðunum sumi-e (blekmáluð verk) og ukiyo-e (tréskurðarprentmyndir). Ljósmyndirnar og myndböndin sýna yfirþyrmandi og kvikt náttúrulegt umhverfi og meðhöndlaðar myndir sem kalla fram skynjun hins ægifagra og hins ægilega. Með því vonast ég til þess að áhorfendur geti fundið fyrir sömu lotningu og ég finn fyrir í náttúrunni. Ljósmyndirnar og myndböndin nýta sér stærðarskala, skammvinn fyrirbæri og flass, ásamt hliðrænni og stafrænni meðhöndlun til að auka dramað, aftengja samhengi viðfangsins og dylja staðsetningu þess svo erfitt sé að bera kennsl á það.

Ukiyo-e þýðir „myndir af fljótandi heimi.“ Ég sé myndirnar mínar í svipuðu ljósi: þær eru af hinu veraldlega en þær þurfa þó ekki að tengjast því á bókstaflegan hátt.“

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.