SVART og HVÍTT
Sýning eftir Thomas Kellner í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

“Hverjum hefði dottið í hug að enn yrðu teknar svo árifamiklar filmuljósmyndir á tímum stafrænnar byltingar?” Alan G. Artner, Chicago Tribune
Ljósmyndun í svarthvítu varð fyrst útbreidd um 1871 og náði hún fljótt miklum vinsældum. Svarthvíti myndheimurinn var allsráðandi áratugum saman eða allt þangað til að litljósmyndir komu til sögunnar. Kellner hefur mest megnis tekið og sýnt litljósmyndir, en um tíma tók hann svarthvítar ljósmyndir.
Í dag eru margir ljósmyndarar að enduruppgötva svarthvíta ljósmyndun og gera tilraunir með þann miðil. Í þessari sýningur horfir Kellner aftur til þess tíma þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem listamaður. Á upphafsárum ferilsins tók hann myndir á filmu og stækkaði þær á ljósmyndapappír. Hann þróaði sérstaka aðferð við framsetningu á verkum sínum, sitt eigið sjónræna tungumál. Með því að leggja 35 mm filmubúta samsíða á ljósnæman pappír skapaði hann eitt heildstætt verk samsett úr mörgum ljósmyndarömmum. Úr varð afbökuð mynd af viðfangsefninu.
Upphaf vinnu Kellners við ljósmyndaseríuna Black and White má rekja til verks af Eiffelturninum sem hann gerði árið 1997. Verkið vann hann í anda Roberts Delaunay´s sem var einn upphafsmanna orfisma, listastefnu sem spratt upp úr kúbisma. Í kjölfarið tók Kellner að einbeita sér í meira mæli að arkitektúr, verkin eru tímalaus og jafnvægi forms og viðfangs eru jafnframt í forgrunni í sköpunarferlinu.
Í upphafi var hugmyndin að hvert og eitt verk samanstæði af 36 römmum, eða einni 35 mm filmurúllu. Fljótlega tók Kellner þó að vinna með fleiri en eina filmu og stækkuðu verkin í samræmi við það. Verkin á sýningunni voru ekki sýnd eða gefin út á sínum tíma en hafa farið víða um heim undanfarin misseri.
Kellner býr og starfar í Siegen, Þýskalandi, hann er menntaður í félagsfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, list og listasögu frá Háskólanum í Siegen. Verk Kellners hafa verið sýnd víða um heim, en einnig hefur hann unnið við sýningastjórnun, bókaútgáfu og haldið fyrirlestra.
Nánari upplýsingar á: http://www.thomaskellner.com/