SKOTIÐ 03.12.2015 til 26.01.2016

ÞAR SEM LANDIÐ RÍS

Ljósmyndasýning Peters Holliday

Ljósmynd eftir Peter Holliday

Í nýjustu ljósmyndaröð sinni, Þar sem landið rís, fjallar Peter Holliday um eldgosið í Heimaey sem hófst þann 23. janúar 1973. Þessar ofsafengnu jarðhræringar höfðu óafturkræf áhrif á útlit og landslag eyjarinna, fjölmörg heimili grófust undir hraun sem breiddi úr sér yfir hluta byggðarinnar. Umhverfið og búsetuskilyrði gjörbreyttust. Rýma varð eyjuna nánast á einni nóttu og átti fólk ekki kost á að snúa heim fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þrátt fyrir að ásýnd eyjarinnar hafi breyst á svo ofsafenginn hátt, leit og lítur meginþorri eyjabúa á Heimaey sem sitt heimili, sína öruggu höfn í óstýrilátu Atlantshafinu.

Peter tók ljósmyndir af fólki sem upplifði hamfararnir ásamt því að skrásetja upplifun þess. Í gegn um minningar þess gerði hann sér í hugarlund hvernig landslag eyjarinnar var áður en hraunbreiða huldi hluta hennar. Hann fór í saumana á atburði sem átti sér stað ekki fyrir svo löngu, þar sem fólk missti eða átti á hættu að missa heimili sitt og lífsviðurværi.

Peter vinnur með þemun tími, heimili, minningar og samfélag. Í Ljósmyndaröðinni tekur ljósmyndarinn á því hvernig landslag mótar mannlega reynslu. Breytilegt landslag eldfjallaeyjarinnar hefur áhrif á sálarlíf og hugsanir fólks sem þar býr.

Peter Holliday (f. 1992) lauk námi í hönnun og menningarmiðlun frá Glasgow School of Art árið 2015. Hann var í hópi tuttugu útskriftanema í ljósmyndun á landsvísu sem fékk boð um að taka þátt í Creative Review’s UK sem er vettvangur fyrir unga sjónlistamenn til að sýna verk sín í almenningsrými s.s. á lestarstöðvum og í verslunarmiðstöðvum. Verk Peters hafa birst víða m.a. nýverið í franska dagblaðinu Libération.

http://www.peterhollidayphoto.com/

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.