ÞAR SEM LANDIÐ RÍS
Ljósmyndasýning Peters Holliday
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Í nýjustu ljósmyndaröð sinni, Þar sem landið rís, fjallar Peter Holliday um eldgosið í Heimaey sem hófst þann 23. janúar 1973. Þessar ofsafengnu jarðhræringar höfðu óafturkræf áhrif á útlit og landslag eyjarinna, fjölmörg heimili grófust undir hraun sem breiddi úr sér yfir hluta byggðarinnar. Umhverfið og búsetuskilyrði gjörbreyttust. Rýma varð eyjuna nánast á einni nóttu og átti fólk ekki kost á að snúa heim fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þrátt fyrir að ásýnd eyjarinnar hafi breyst á svo ofsafenginn hátt, leit og lítur meginþorri eyjabúa á Heimaey sem sitt heimili, sína öruggu höfn í óstýrilátu Atlantshafinu.
Peter tók ljósmyndir af fólki sem upplifði hamfararnir ásamt því að skrásetja upplifun þess. Í gegn um minningar þess gerði hann sér í hugarlund hvernig landslag eyjarinnar var áður en hraunbreiða huldi hluta hennar. Hann fór í saumana á atburði sem átti sér stað ekki fyrir svo löngu, þar sem fólk missti eða átti á hættu að missa heimili sitt og lífsviðurværi.
Peter vinnur með þemun tími, heimili, minningar og samfélag. Í Ljósmyndaröðinni tekur ljósmyndarinn á því hvernig landslag mótar mannlega reynslu. Breytilegt landslag eldfjallaeyjarinnar hefur áhrif á sálarlíf og hugsanir fólks sem þar býr.
Peter Holliday (f. 1992) lauk námi í hönnun og menningarmiðlun frá Glasgow School of Art árið 2015. Hann var í hópi tuttugu útskriftanema í ljósmyndun á landsvísu sem fékk boð um að taka þátt í Creative Review’s UK sem er vettvangur fyrir unga sjónlistamenn til að sýna verk sín í almenningsrými s.s. á lestarstöðvum og í verslunarmiðstöðvum. Verk Peters hafa birst víða m.a. nýverið í franska dagblaðinu Libération.