Um það bil 31 árs og Tilbrigði af Höfðaströnd
Sýning eftir Katharinu Fröschl-Roßboth í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Austurríski ljósmyndarinn Katharina Fröschl-Roßboth sýnir brot úr tveimur seríum, Um það bil 31 árs og Tilbrigði af Höfðaströnd.
Serían Um 31 árs varð til þegar Katharina dvaldi í Listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í júní 2016. Hún var 31 árs á þeim tíma og gekk í upplifði ákveðin tímamót. Fólk á þessum aldri er hvorki ungt né gamalt, hefur fjölbreytta reynslu og upplifanir í farteskinu. Allir þeir möguleikar sem eru fyrir hendi geta verið yfirþyrmandi. Eitt helsta áhyggjuefni fólks af þessari kynslóð er óttinn við skuldbindingu og að missa þann sveigjanleika sem það hefur vanist. Hvernig á að samræma atvinnu og fjölskyldulíf? Þarf ég að velja annað hvort? Kynjahalli verður í fyrsta sinn raunverulega áþreifanlegur. Skortur er á fjölbreyttum kvenkyns fyrirmyndum í samfélaginu sem hægt er að samsvara sig við en samt eru tækifæri fyrir konur óendanleg, þarna myndast ákveðin togstreita.
Ljósmyndarinn upplifði íslenskar konur á svipuð aldri með fremur afslöppuð viðhorf til lífsins og ákvað að beina linsunni að lífsáætlunum kvenna í kring um 31 árs aldurinn. Með myndavélina að vopni leitaðist hún við að svara spurningum eins: Hvað hreyfir við þeim? og hvernig skilgreina þær hlutverk sitt í samfélaginu?
Serían Svipmyndir af Höfðaströnd samanstendur af 16 ljósmyndum af saman höfðanum. Umhverfið er síbreytilegt líkt og hugarástand ljósmyndarans. Hún lenti í því óhappi að Hasselblad myndavélin hennar brotnaði og þurfti hún að notast við efni sem hendi var næst til að gera við hana. Linsan var óbrotin en að horfa í gegnum hana þegar skelin var eyðilögð breytti upplifuninni, þetta var ekki sama myndavélin. Hún notaði gegnsæjan pappír og baklýsta filmu til að ná fram og auka við þá brothættu tilfinningu sem hún upplifði. Fókusinn á saman myndefnið er táknrænn fyrir óttablandinn kvíða ljósmyndarans við að takast á við nýtt viðfang.
Katharina Fröschl-Roßboth er menntuð í ljósmyndun, kvikmyndagerð, leiklist og miðlun. Eftir að hafa starfað við kvikmyndagerð, leikstjórn og myndvinnslu í Vínarborg og New York gerðist hún sjálfstætt starfandi ljósmyndari árið 2008. Margar mynda hennar hafa birst í tímaritum og dagblöðum. Hún hefur haldið sýningar á Íslandi, í Þýskalandi, Austurríki, Búlgaríu og Litháen og gaf nýlega út bók með portrettmyndum.
Í daglegum störfum segir hún að sér gefist kærkomin tækifæri til að uppgötva nýja staði, hitta einstakar manneskjur og kynnast ólíkum menningarheimum og lifnaðarháttum.