Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2021
Á sýningunni eru verk átta nemenda sem útskrifast með diplóma í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2021.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>



Útskriftarverkin eru afar fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði. Verkin á sýningunni endurspegla þannig gróskuna í samtímasljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.
Sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir
Nafn útskriftarnema │Nafn útskriftarverks
Anna Schlechter │Tíminn er hvítur / Tíminn er svartur / Tíminn er breyting
Berglind Ýr Jónasdóttir │Hvarvetna
Eyrún Haddý Högnadóttir │Konur í jakkafötum
Helga Katrínardóttir │Ofin
Hendrikka Zimsen │Faldi mig í sprungum fjallsins
Hildur Örlygsdóttir │Litróf
Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir │Hjartagull
Viktor Steinar Þorvaldsson │Helgireitur