Salur 16.01.2020 til 03.05.2020

··· │ Valdimar Thorlacius

Sýningin „···“ er í senn sjónræn túlkun á upplifun Valdimars af smábæjum, fólki, veðri og víðáttu á Íslandi og heimild um lífið í þorpinu. Við vinnslu verkefnisins fór hann á milli þeirra staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði út frá skilgreiningu Hagstofunnar um stærð og gerð þéttbýliskjarna með allt að 500 íbúum.

„Ég myndaði það sem greip athygli mína í þorpunum, umhverfi íbúa þessara bæja og set í bland við víðara sjónarhorn, eyjuna Ísland. Markmiðið er ekki að birta algeran sannleika um lífið í smábæjum Íslands. Ég sýni valin augnablik og býð áhorfandanum að fylla sjálfum í eyðurnar. Nær ómögulegt er að nálgast algeran raunveruleika í ljósmynd þar sem túlkun hennar er ávallt þess sem horfir.  Raunveruleiki verksins er því sameiginleg niðurstaða þess sem myndað er og skynjunar þess sem upplifir myndirnar.“

Valdimar Thorlacius.

Valdimar Thorlacius lærði ljósmyndun við Ljósmyndaskólann og lauk þaðan námi 2014. Útskriftarverkið  I -Einn/Ein kom út í bókarformi í kjölfar útskriftar og hlaut styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar það sama ár. Árið 2015 var svo opnuð  fyrsta einkasýning hans í Þjóðminjasafni Íslands með myndum úr verkinu  I -Einn/Ein, samhliða útgáfu Crymogeu á annarri útgáfu bókarinnar I. Verkið hefur verið á sýningum erlendis og má þar helst nefna einkasýningu á frönsku listahátíðinni Les Boreales 2017.

 

 

Ljosmyndasafn_2019_Valdimar_Thorlacius_untitled_0484-757kb.jpg
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius
Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.