Salur 16.05.2015 til 13.09.2015

Verksummerki - Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun

Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu.

Ljósmyndasafn - Verksummerki

Á sýningunni er dregin upp mynd af ljósmyndaranum sjálfum með tilvísunum í reynsluheim og tilfinningalíf hans. Agnieszka Sosnowska sýnir úrval ljóðrænna sjálfsmynda sinna frá síðastliðnum 25 árum. Myndir hennar eru leikrænar og tjáningarfullar frásagnir og skrásetning á nærumhverfi hennar í Bandaríkjunum, Póllandi og á Íslandi. Í myndaröðinni Patrimony (2014-) veitir Kristina Petrošiutė innsýn í sögu fjölskyldu sinnar. Myndaröðin samanstendur af fundnum myndum eftir föður Kristinu, sem sýna lögreglustörf hans í fyrrum Sovétríkjunum, fjölskyldulíf og persónuleg sambönd. Myndaröðin Biography (2012-) er ljósmyndadagbók sem kallast á við myndir föður hennar. Myndaröðin fangar daglegt líf Kristinu og persónulegt myndmál tjáir tilfinningar og upplifanir hennar. Bára Kristinsdóttir vísar í sambönd, minningar og söknuð í myndaröðinni Ummerki (2010). Ljósmyndirnar sýna heimili tengdaforeldra Báru með tíu ára millibili og birta þau verksummerki sem líf þeirra og fjarvera skilur eftir sig.

Í verkum sýningarinnar má finna tilvísanir í hversdaginn og sýn ljósmyndarans á nærumhverfi sitt. Bókverk SkútuOut & About (sumarútgáfa 2015) er umfangsmikil skrásetning á hversdagslífi hans í New York. Skúta myndar stöðugt það sem hann sér á ferðum sínum um borgina og byggir upp safn hversdagslegra augnablika. Myndaröð Hallgerðar Hallgrímsdóttur Untitled (2012) fangar umhverfi og mannlíf á Íslandi og Tyrklandi. Myndaröðin er dagbók um ferðalag ljósmyndarans og skapar brotakennda frásögn af hversdeginum. Í myndaröðinni History of the Visit (2013) myndar Daniel Reuter það nálæga og fíngerða í náttúru Íslands sem endurspeglar hans innra landslag.

Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem myndasmiður og sjálft viðfangsefni myndanna. Ljósmyndararnir eiga það sammerkt að fjalla um eigið líf með tilvísunum í reynslu, minningar og tilfinningar eða sem skrásetjarar síns nánasta umhverfis og daglegs lífs. Verkin á sýningunni eru vitnisburður um hversdaginn og verksummerki um líf ljósmyndaranna.

Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 www.listahatid.is

Sýningin er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.240 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

850 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.700 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.