Vestmannaeyjagosið 1973
Sýning á nokkrum völdum myndum frá eldgosinu í Heimaey í tilefni af 50 ára afmæli gossins. Allar myndirnar koma úr safneign.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Á þessu ári er hálf öld síðan hraunkvika kom upp í um 1600 metra langri gossprungu rétt austan við íbúabyggðina í Heimaey.
Eldgosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973 og telst einn af stærstu fréttaviðburðum Íslands á 20. öld.
Yfir 4 þúsund íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín í skyndi og voru flestir fluttir í land með fiskiskipum.
Í eldgosinu, sem stóð yfir í rúma fimm mánuði, eyðilögðust tæplega 400 hús eða byggingar og einn maður lést af völdum koldíoxíðeitrunar.