31.05.2008 til 07.09.2008

VIGGO MORTENSEN - SKOVBO

Það er Ljósmyndasafni Reykjavíkur mikill heiður að kynna sýningu á verkum Viggo Mortensen – SKOVBO. Heiti sýningarinnar,SKOVBO, kemur úr öðru móðurmáli ljósmyndarans, dönsku, og gæti útleggst sem skógarbýli eða í víðara samhengi – það að eiga heima í skóginum.

Skovbo

Margir tengja eflaust nafn þessa fjölhæfa listamanns fremur við leiklist en ljósmyndun en hann hefur notið mikillar velgengni sem kvikmyndaleikari og hlaut nýverið tilnefningu til hinna eftirsóttu Óskarsverðlauna. Viggo finnur sköpun sinni farveg í fleiri en einni listgrein og blandar þeim einnig gjarnan saman. Þannig er leiklistin aðeins hluti af stærri heild en hann hefur um árabil lagt stund á ljósmyndun við góðan orðstír ásamt listmálun, ljóðagerð og tónlist.

Viggo Mortensen hefur ferðast víða og búið á mörgum mismunandi stöðum um ævina og notar hann, þar af leiðandi, sitt nánasta umhverfi þar sem hann er hverju sinni sem efnivið fyrir ljósmyndir sínar. Hvort sem viðfangsefnið er agnir sólargeisla að brjótast inn í þykkan laufskrúð trjáa í Kraká í Póllandi, maður að klifra upp stiga í Úralfjöllum, sólþurrkaður runni í Nýju Mexíkó eða sef í skógarjaðri á Mið-Sjálandi, má greina sterklega í ljóðrænum og draumkenndum ljósmyndum hans hvernig hann sjálfur skynjar heiminn.

Samnefnd bók er gefin út meðfram sýningunni en í kynningu á henni segir:

Í þessu nýja mynda- og ljóðasafni eru tré og minningin um tré, vofur, orð, nætur, daga, líf, dauða og öruggt skjól fyrir allt þetta á stað þar sem kvistir verða að greinum, / og margt býr í þokunni… (Osip Emilyevich Mandelstam). Ef þú þorir ekki inn í skóginn, eða finnur hann ekki, gætir þú ef til vill fundið eitt tré, eða stað sem tré væri að finna og einfaldlega staldrað við eitt þögult augnablik til að sjá hvað gerist.

Árið 2002 setti Viggo á fót útgáfufyrirtækið Perceval Press þar sem hann leggur áherslu á hugðarefni sín, listir, ljósmyndun, ljóðagerð og bókmenntir. Eins og mörgum Íslendingum er kunnugt kom þar út eigi alls fyrir löngu listaverkabók með verkum Georgs Guðna. Á meðal ljósmyndabóka á verkum hans sjálfs hafa komið út Recent Forgeries (Smart Art Press, 1998) SignLanguage (Smart Art Press, 2002), Coincidence of Memory (Perceval Press, 2002), Hole In The Sun (Perceval Press, 2002) og núna síðast bókin SKOVBO sem gefin er út í tengslum við sýninguna sem nú er sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.