Grófarsalur 06.06.2020 til 13.09.2020

Vitni │Christopher Lund

Ljósmyndasýningin Vitni er opnuð á merkilegum tíma þegar viðfangsefni hennar er tímabundið horfið. Gesturinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa er horfinn. Nú er náttúra Íslands aftur orðin ein.

Ljosmyndasafn_Christpher_Lund_cld190720_p645984_master-2_2.jpg

Hver var þessi gestur, var honum boðið hingað? Hvern var hann að heimsækja? Hverju leitaði hann að? Hvað dró hann hingað um óravegu?

Við eigum ólík orð yfir þessa gesti: Gestur - honum er boðið, við erum gestgjafar og samkvæmt aldagömlum hefðum erum við ábyrg fyrir því að honum finnist hann velkominn og líði vel, hafi húsaskjól, mat, farkost og leiðsögn. 

Ferðamaður - á leið hér um, ekki endilega á vegum neins.

Túristi - ber með sér að hann tilheyrir ekki hér, er ókunnugur, jafnvel plága og orðið elur á hugsuninni „við og þau“.

Orðin sem við notum sýna ákveðna afstöðu gangvart fólkinu sem hingað kemur. Við virtumst oftar en ekki velja neikvæða afstöðu, sem tengdist vandræðum okkar í því krefjandi verkefni að taka á móti þessum fjölda fólks.

Ísland hefur ímynd hreinleika og óbeislaðrar náttúru. Það er sterkasta aðdráttaraflið. Gestir okkar koma til þess að upplifa og tengja við náttúruna og sjálfa sig um leið - því maðurinn er órjúfanlegur hluti náttúrunnar.

Ef til vill tókum við það persónulega að hann var fyrst og fremst kominn til að hitta sjálfan sig en ekki okkur - og ýttum honum því frá okkur?

Með því að beina athyglinni að ferðamanninum - vitninu - langaði mig að stíga skrefið í áttina að honum og rjúfa þann ósýnilega múr sem virðist vera á milli okkar. Ég varð því líka vitni.

Nú þegar erlendu ferðamennirnir eru horfnir úr íslenskri náttúru og við blasir að Íslendingar verða ferðamenn sumarsins 2020, velti ég því fyrir mér hvort það sé svo mikill munur á okkur og erlendum gestum okkar? Erum við ekki líka að leita eftir tengingu?

Ég vona að í sumar enduruppgötvi Íslendingar fjársjóðinn sem býr í landinu okkar og innra með okkur sjálfum.

Christopher Lund ólst upp í heimi ljósmyndunar og hefur á ferli sínum myndað fólk, viðburði, landslag og arkitektúr. Hann hefur ferðast um allt Ísland og fangað landið í ólíkum aðstæðum.

Nánari upplýsingar um ljósmyndarann má finna á https://www.chris.is

Ljosmyndasafn_Christopher_Lund_cl_01.jpg

Upplýsingar

Upplýsingar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6390

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

mán-fim 10:00-18:00

fös 11:00-18:00

helgar 13:00-17:00

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskahátíðin

Lokað páskahelgina frá fim-mán

Sumardagurinn fyrsti.

Lokað

Verkalýðsdagurinn

Lokað 1. maí

Uppstigningardagur

Lokað

Hvítasunna

Lokað

Þjóðhátíðardagurinn

Lokað 17. júní

Aðgangseyrir

Aðgangur

Fullorðnir

1.200 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

820 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

7.450 kr.

ICOM og FÍSOS korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista ljósmyndasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.