Menningarmerkingar

í Reykjavík

Menningar- og ferðamálasvið og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á menningarmerkingum í borgarlandinu. Merkingar á sögulegum minjum og svæðum innan borgarmarka Reykjavíkur gera upplifun borgarbúa og gesta borgarinnar ánægjulegri auk þess að veita fræðslu um sögu höfuðborgarinnar. Á skiltunum má finna fróðleik um mannlíf, sögu, list og bókmenntir sem tengjast viðkomandi stað, ásamt myndefni.

Tillögur og athugasemdir varðandi menningarmerkingar skulu berast til starfshóps um menningarmerkingar á netfangið bokmenntaborgin@reykjavik.is. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.

Hér fyrir neðan er kort með upplýsingum um staðsetningar sögu-, bókmennta- og annarra menningartengdra merkinga á vegum Reykjavíkurborgar.

 

Hljómskálagarðurinn

Kort yfir menningarmerkingar

PDF skjöl - menningarmerkingar