Minjar og rannsóknir
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>Borgarsögusafn Reykjavíkur sinnir margvíslegum verkefnum á sviði minjavörslu og rannsókna. Eitt meginhlutverk safnsins er að safna, skrá, varðveita, rannsaka og miðla menningarminjum sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og varpa ljósi á sögu hennar og menningu. Til menningarminja teljast munir, fornleifar, menningarlandslag, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, myndir og aðrar minjar um búsetu manna og menningarsögu þjóðarinnar. Í safnalögum og lögum um menningarminjar eru ákvæði um hvernig háttað skuli vörslu menningarminja og starfar Borgarsögusafn samkvæmt þeim.
Starfsstöð minjavörslu og rannsókna er í Árbæjarsafni við Kistuhyl, 110 Reykjavík.