Húsvernd

Borgarsögusafn Reykjavíkur gegnir margþættu hlutverki á sviði húsverndar og varðveislu byggingararfsins. Í Árbæjarsafni eru varðveitt hús sem talin eru hafa sögulegt og listrænt gildi og flutt hafa verið á safnsvæðið. Borgarsögusafn sinnir rannsóknum á byggðasögu og byggingararfi borgarinnar og heldur húsaskrá þar sem er að finna upplýsingar um sögu og varðveislumat húsa í Reykjavík. Afrakstur rannsókna safnsins er birtur í byggða- og húsakönnunum sem gefnar eru út í skýrsluröð safnsins. Borgarsögusafn vinnur náið með Minjastofnun Íslands og Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að málum sem varða húsvernd, skipulag og framkvæmdir í borginni. Í Húsverndarstofu, sem staðsett er í Árbæjarsafni, getur almenningur sótt sér ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

Fyrirspurnir um hús og húsvernd í Reykjavík má senda á netfangið: minjavarsla@reykjavik.is

 

Lindargata 54
Lindargata 54 fékk fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2009.