Útgáfa
Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölbreyttri útgáfustarfsemi sem ætlað er að endurspegla margþætta starfsemi safnsins. Minjasafn Reykjavíkur hóf útgáfu á skýrlsuröð árið 1989 þar sem birtar eru niðurstöður hinna ýmsu rannsókna sem safnið stóð að og mun Borgarsögusafn halda þessum rannsóknum og útgáfu áfram. Rannsóknir þessar eru einkum á sviði húsasögu og fornleifa. Auk þess gefur safnið út sýningaskrár í tengslum við sýningar, ýmsa bæklinga og bækur sem tengjast viðfangsefni safnsins.
Hægt er að fá skýrslurnar keyptar á safninu og einnig eru þær skráðar á Leitir og fáanlegar á lestrarsal Þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við Arngrímsgötu. Nýjustu skýrslurnar eru aðgengilegar hér á síðunni í pdf formi. Hægt er að nálgast annað útgefið efni á skrifstofu safnins og í safnbúðum þess.
Þau rit sem gefin voru út fyrir sameiningu safnanna* eru einnig aðgengileg á sama stað.
* Þann 1. júní 2014 voru Minjasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey sameinuð undir heitinu Borgarsögusafn Reykjavíkur.