Sumarnámskeið

Fyrir börn og unglinga 2022

Borgarsögusafn býður ár hvert upp á ýmis námskeið fyrir börn og unglinga.

Líkt og fyrri ár verður í boði að skrá sig á tálgunarnámskeið á Árbæjarsafni þar sem krakkar á aldrinum 6-12 ára læra undirstöðugrip í tálgun sem og að nota gamaldags handbor. Í lok námskeiðisins er kveiktur lítill varðeldur og krakkarnir fá að grilla brauð á teini. Ætlast er til að krakkar yngri en 9 ára séu í fylgd með fullorðnum. Gjald er 2500 fyrir hvert barn og allt hráefni er innifalið í verðinu. Kjósi fullorðnir að tálga með greiða þeir sama verð. Kennari er Bjarni Þór Kristjánsson.

Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga:

Mánudaginn 4. júlí - kl. 13.00-16.00

Þriðjudaginn 5. júlí - kl. 13.00-16.00

Miðvikudaginn 6. júlí - kl. 13.00-16.00

Fimmtudaginn 7. júlí - kl. 13.00-16.00

Námskeið er haldið á Árbæjarsafni og skráning er í síma 411 6320.

Athugið að aðeins komast sjö börn að á hverju námskeiði.

 

 

img_5219rett.png
Tálgunarnámskeið á Árbæjarsafni

 

 

Í Viðey verður í boði 4-5 daga námskeið, Viðey friðey, þar sem krakkar á aldrinum 7-9 ára kynnast eyjunni og náttúrulífríkinu þar.

 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við safnfraedsla@reykjavik.is