Sumarnámskeið

Fyrir börn og unglinga 2021

Borgarsögusafn býður ár hvert uppá ýmis námskeið fyrir börn og unglinga.

Líkt og fyrri ár verður í boði að skrá sig á tálgunarnámskeið á Árbæjarsafni þar sem krakkar á aldrinum 6-12 ára læra undirstöðugrip í tálgun sem og að nota gamaldags handbor.

Glænýtt námskeið verður einnig á Árbæjarsafni, Þráður, þar sem unglingar á aldrinum 12-15 ára kynnast sýningunni um Karólínu vefara og fá að prófa sig áfram í vefnaði. 

Í Viðey verður í boði 4-5 daga námskeið, Viðey friðey, þar sem krakkar á aldrinum 7-9 ára kynnast eyjunni og náttúrulífríkinu þar.

 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við safnfraedsla@reykjavik.is 

 

img_5219rett.png
Tálgunarnámskeið á Árbæjarsafni